Opinn fundur sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu
Á fundinum verða ræddar og kynntar tillögur samráðshóps um endurskoðun búvörusamninga til að bregðast við erfiðleikum innan sauðfjárræktarinnar.
Sérstakir gestir fundarins verða Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, en hann veitti samráðshópnum forstöðu í vinnu sinni.
Einnig verður Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gestur fundarins.
Fundurinn er opinn öllum og eru bændur og áhugafólk um landbúnað hvatt til að fjölmenna á fundinn.