Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kaja Häsler og Pablo Amador bjóða almenningi alla miðvikudaga í sumar að koma í gróðurhúsin og tína grænmeti af plöntunum. Hjá Sunnu hefur einnig verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða grænmetiskassa til sölu á fimmtu- og föstudögum, þar sem boðið er upp á ferskasta grænmetið og kryddjurtirnar hverju sinni. Það eru þorpsbúarnir sjálfir sem eiga heiðurinn af skreytingum þeirra.
Kaja Häsler og Pablo Amador bjóða almenningi alla miðvikudaga í sumar að koma í gróðurhúsin og tína grænmeti af plöntunum. Hjá Sunnu hefur einnig verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða grænmetiskassa til sölu á fimmtu- og föstudögum, þar sem boðið er upp á ferskasta grænmetið og kryddjurtirnar hverju sinni. Það eru þorpsbúarnir sjálfir sem eiga heiðurinn af skreytingum þeirra.
Mynd / smh
Fréttir 5. júlí 2024

Opnar gróðurhúsin fyrir almenningi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýr garðyrkjustjóri tók nýlega við stjórnartaumunum í Sunnu á Sólheimum og meðal nýjunga sem bryddað verður upp á núna í sumar er að gefa almenningi kost á að koma hvern miðvikudag í gróðurhúsin til þeirra og tína sér tómata og annað grænmeti beint af plöntunum.

Pablo Amador hér hjá stæðilegri rósakálsplöntu.

Nýi garðyrkjustjórinn heitir Pablo Amador og er fæddur í Kólumbíu en hefur komið víða við á leið sinni til Íslands.

Lífefnaverkfræði, plöntuvísindi og vistrækt

Hann hefur starfað hjá Sunnu undanfarin þrjú ár, fyrst sem sjálfboðaliði en síðan í föstu launuðu starfi, en hann nam lífefnaverkfræði og tók meistarapróf í plöntuvísindum frá háskóla í Þýskalandi. Hann stúderaði einnig vistrækt (permaculture) í Sviss, áður en hann kom til Íslands, þar sem hann vann verkefni um hönnun á „eco-villages“, en hugmyndafræði Sólheima er einmitt í þeim anda.

Í verkefninu segir Pablo að hugað hafi verið sérstaklega að tilteknum félagslegum þáttum, þar sem öllum íbúum er gert kleift að þroskast á forsendum hvers og eins með þátttöku í samfélaginu – auk markmiða um sjálfbærni slíkra samfélaga á mörgum sviðum.

Betri tengsl við viðskiptavinina

Hann segist hafa tekið við í mars og strax haft hugmyndir um mögulegar breytingar á einu og öðru í rekstri Sunnu.

Nokkur verkefni séu í gangi á þessu sumri, sérstaklega nefnir hann þá nýbreytni að opna gróðurhúsin fyrir viðskiptavinum á hverjum miðvikudegi í sumar.

Gróðurhúsin á stöðinni eru nokkur og Pablo segir að mikið pláss sé fyrir nokkuð umfangsmikla ræktun, eða heilir 2.500 fermetrar. Mikil uppskera hefur verið og ekki hægt að selja allt í þeim verslunum sem Sunna er í viðskiptum við, sem eru meðal annars Nettó, Melabúðin og Fjarðarkaup. Því hafi verið brugðið á þetta ráð, auk þess sem viðskiptavinum gefst nú kostur á að kaupa sérstaka grænmetiskassa með sérvöldu grænmeti úr uppskeru dagsins. Grænmetiskassarnir eru í boði á fimmtu- og föstudögum og eiga þorpsbúarnir heiðurinn af skreytingu þeirra.

Pablo segir að þessar nýjungar séu líka hugsaðar til að styrkja tengslin við viðskiptavinina.

Tómatar í öllum stærðum og gerðum

Þá hefur Pablo fjölgað grænmetistegundum í ræktun, og er alveg sérstaklega fjölskrúðugt úrval tómatategunda af öllum stærðum og gerðum – og að auki í fjölmörgum litbrigðum. Hann telur að um 15 tegundir séu nú í ræktun hjá Sunnu. Hann segir að það hafi verið tekið mikilvægt skref í tómataræktuninni þetta sumarið þegar hann ákvað að gera stífari kröfur um val á fræjum og notast bara við gömul og hefðbundin, þannig að hægt sé að rækta þau áfram af fræjunum sem tómatarnir gefa af sér sjálfir í stað þess að þurfa að kaupa ævinlega ný fræ. Þau sem ákveðið hefur verið að kaupa eru lífrænt vottuð frá Frakklandi, Spáni og Þýskalandi, sumar tegundir „bíódínamískar“ þar sem jafnvel er gengið lengra í kröfum en með hefðbundinni lífrænni vottun.

Sunna er með lífræna vottun fyrir vörur sínar og segir Pablo að því hafi þau ákveðið að framleiða að mestu sjálf þann áburð sem þarf til ræktunarinnar. Til þess er meðal annars notaður pressaður safinn úr brenninetlum sem vaxa víða á Sólheimalandinu, en Pablo segir hann mjög öflugan.

Skylt efni: Sólheimar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...