Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Epinephelus fuscomarginatus.
Epinephelus fuscomarginatus.
Fréttir 3. júní 2020

Óþekkt fisktegund í matinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífríki hafsins er fjölbreytt og annað slagið finnast áður óþekktar tegundir í sjónum. Það er þó sjaldgæft að menn finni stórar tegundir fiska sem ekki hafa verið greindar áður.

Íbúar í Suðaustur-Ástralíu hafa í talsverðan tíma verið að veiða og borða fisk, sem sagður er vera bragðgóður, sem þar til fyrir skömmu hefur ekki verið vísindalega greindur til tegunda.

Fiskurinn sem um ræðir hefur manna á meðal gengið undir heitinu rockcod en líkist fremur karfa en þorski.

Fiskurinn vakti fyrst athygli þegar sjómaður sendi áströlskum fiskifræðingi mynd af fiskinum til greiningar sem hann þekkti ekki. Við nánari leit fann fiskifræðingurinn eintak af fiskinum á fiskmarkaði við Brisbane.

Í dag hefur tegundin fengið latínuheitið Epinephelus fusco­marginatus og sagt að búsvæði hennar sé við Kóralrifið mikla út frá strönd Queensland á um 220 metra dýpi.

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...