Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Leiðinda tíðarfar hefur tafið fyrir smalamennsku í Skútustaðahreppi og eru heimtur óvenju lélegar. Nokkrar ferðir hafa verið farnar og alltaf finnst eitthvað fé. Hér koma þeir Daði Lange og Birgir Valdimar Hauksson fjallskilastjóri með fulla kerru af fé heim.
Mynd / Skarphéðinn Reynir Jónsson
Fréttir 24. nóvember 2021

Óvenju slæmar heimtur í rysjóttu tíðarfari

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Þetta hafa verið óvenju slæmar heimtur í haust, en er smám saman að koma. Það vantar eina og eina tvílembu á bæ sem ættu að vera einhvers staðar en hafa ekki fundist enn,“ segir Daði Lange, umhverfisfulltrúi Skútustaðahrepps. Hann telur að rysjótt tíðarfar nú á haustdögum hafi sett strik í reikninginn.

Daði segir að þegar farið var í fyrstu göngur hafi verið heitt og mikill vargur sem gert hafi mönnum erfitt fyrir. Umskipti hafi svo verið í veðri í göngum númer tvö, þá var snjór yfir öllu, þoka og súld. „Það hefur verið mikil ótíð í haust og má sennilega skrifa þessar frekar lélegu heimtur á hana meðal annars, en bændur eru búnir að leggja mikla aukavinnu í smalamennskur þetta haustið.

Austurafréttur er mjög stór afréttur og leitóttur sem gerir verkið erfiðara en ekki ógerlegt,“ segir Daði.

Mývetningar hafa farið þónokkrar ferðir í afrétt í leit að fé og segir Daði að alltaf finnist eitthvað, þannig náðust ellefu kindur nú í vikunni í einni ferðinni. Segir Daði að bændur víðar á svæðinu hafi lent í svipuðu, m.a. þeir sem farið hafi um svæðið við Þeistareyki.

Skylt efni: smalamennska

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...