Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. desember 2016

Óviðunandi niðurstaða við úthlutun byggðakvóta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016–2017. 
 
Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss og Sauðárkrókur fær engan byggðakvóta. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að þessi niðurstaða sé með öllu óviðunandi og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæti engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. „Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera,“ segir í bókun nefndarinnar.
 
Atvinnu-, menningar- og kynningar­nefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...