Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Úr Skagafirði. Minnismerki um Fjölnismanninn Brynjólf Pétursson.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. desember 2016

Óviðunandi niðurstaða við úthlutun byggðakvóta

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2016–2017. 
 
Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 19 þorskígildistonnum til Hofsóss og Sauðárkrókur fær engan byggðakvóta. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
 
Fram kemur í bókun nefndarinnar að þessi niðurstaða sé með öllu óviðunandi og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæti engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. „Þá er með engu móti hægt að sjá hvernig aukin veiði á rækju hefur með veiðar smábáta frá Sauðárkróki að gera,“ segir í bókun nefndarinnar.
 
Atvinnu-, menningar- og kynningar­nefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra að breyta nú þegar reglum um úthlutun byggðakvóta og úthluta kvótanum að því loknu á grundvelli nýrra reglna um byggðakvóta sem raunverulega ná því markmiði að styðja við veikari byggðir landsins. 
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...