Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Páfagaukastríð
Fréttir 17. október 2019

Páfagaukastríð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Nýleg talning sýnir að fuglunum hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund á síðastliðnum þremur árum en tölur frá 2005 segja að fuglarnir hafi verið um 1700 í og við borgina. Fuglarnir bárust upphaflega til Evrópu sem gæludýr en vegna þess hversu vel þeir hafa aðlagast náttúrunni í nýjum heimkynnum sínum var lagt bann við að ala þá sem gæludýr á Spáni fyrir átta árum. Líftími fuglanna er 20 til 30 ár.

Samkvæmt yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Madrid er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við enn frekari útbreiðslu fuglanna þar sem þeir eru farnir að keppa við aðrar fuglategundir um æti og ekki síst vegna þess að fuglarnir geta verið smitberar og borið með sér fuglaflensu og salmonellu.

Páfagaukarnir eru hópdýr sem byggja sér stór hreiður úr greinum sem þeir rífa af trjám og getur hreiðurgerð þeirra valdið verulegum skemmdum á trjágróðri þar sem margir fuglar koma saman. Fuglarnir nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta við það á hverju ári og hafa stærstu hreiður vegið allt að 200 kílóum og þar sem greinar trjáa sem hreiðrin eru byggð í hafa átt til að gefa sig undan þunga þeirra er slysahætta af þeirra völdum sögð talsverð.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...