Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal er nýr formaður Beint frá býli.
Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal er nýr formaður Beint frá býli.
Fréttir 30. maí 2018

Petrína nýr formaður Beint frá býli

Höfundur: smh

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Beint frá býli sem haldinn var á Brjánslæk á Barðaströnd 14. apríl. Þann 15. maí skipti stjórn með sér verkum og er Petrína Þórunn Jónsdóttir frá Korngrís í Laxárdal, í Skeiða og Gnúpverjahreppi, nýr formaður.

Aðrir í stjórn með henni eru Sölvi Arnarsson, ferðaþjónustubóndi í Efstadal 2 í Bláskógabyggð og ritari er Sigrún Helga Indriðadóttir bóndi og listakona, Stórhóli í Lýtingsstaðhreppi hinum forna.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Félagar í Beint frá býli hafa, að sögn Petrínu, frá stofnun verið í kringum 80–90 talsins.  „Félagatal hefur haldist nokkuð vel í jafnvægi, nokkrir fara út aðrir koma inn á hverju ári. Það má segja að með Beint frá býli hafi heilmikið unnist síðustu tíu ár fyrir lítil matvinnslufyrirtæki bænda sem vinna úr eigin vörum.

Litlar matvælavinnslur hafa verið skilgreindar og gefnar hafa verið út nýjar reglugerðir um þær. Einnig hefur verið gefin út gæðahandbók sem félagsmenn geta nýtt sér,“ segir Petrína.

Áfram unnið að góðum málum

„Þetta eru stór skref fyrir bændur. Margt fleira á eftir að gera í þessum málaflokki til að skilgreina litlar einingar frá þeim stóru – og mun ný stjórn fara yfir alla þá hluti og reyna að vinna áfram það góða starf sem fyrri stjórnir hafa verið að vinna.

Mikil endurnýjun er í stjórn Beint frá býli og því er þó nokkuð verk framundan fyrir nýja stjórnarmenn að koma sér inn í þau mál sem eru þegar á borðinu – sérstaklega vegna þess að félagið fagnar tíu ára afmæli í ár.

Að sögn Petrínu snérist fundurinn 15. maí eingöngu um stjórnarskiptin, en fundur nýrrar stjórnar verður haldinn að loknum sauðburði og vorverkum. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...