Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Brokkólí getur verið fljótt að skemmast í flutningi og í hillum verslana.
Fréttir 3. júlí 2017

Plastpokar í stað ískælingar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í vefriti Israel Agri 8. júní er greint frá nýjungum í pökkun á grænmeti. Þar er rætt um aðferð sem þróuð hefur verið af ROP og sérstökum „XC-Broccoli retail“ plastpokum sem fyrirtækið selur. Þar mun þó að því er virðist ekki vera um nein geimvísindi að ræða.
 
Við flutninga á grænmeti eins og viðkvæmu brokkólíi um langan veg á markað í heitari löndum með flutningabílum eða flugvélum, hefur gjarnan verið mokað ís yfir það til kælingar svo það skemmist síður. Þetta hefur í för með sér margvíslega ókosti auk þess að auka þyngd vörunnar í flutningi.
 
Aðferð sem ROP hefur kynnt miðar að því að minnka kostnað í flutningi og draga úr hættu á örverumyndun og skemmdum sem orðið getur þegar ísinn þiðnar. Samt sem áður á aðferð ROP að tryggja ferskleika og gæði pakkaðs brokkólí í langan tíma, eða allt að mánuði við 1 til 3 gráður á Celsíus. Einnig er þessi aðferð sögð tryggja gæði í allt að viku í hillum verslana  við 16 til 18 gráðu hita. Þá er aðferðin sögð koma í veg fyrir að brokkólí gulni og í því myndist mygla. Það á líka síður að svertast vegna oxunar og haldast lengur stíft og ferskt en ella. 
 
Í raun virðist ekki vera um annað að ræða en að plastpokarnir eru ekki hafðir stærri en nauðsynlegt er. Við pökkun er síðan tryggt að loftmagnið í pokunum verður eins lítið og mögulegt er, eða um eða innan við 10%, og tryggt með góðri lokun svo að loft komist heldur ekki inn í pokann. Vart er hægt að kalla þetta geimvísindi, en svo virðist sem þetta virki samt vel. 
 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...