Pósturinn skellir í lás á Hellu og Hvolsvelli
Pósturinn hefur ákveðið að loka póstafgreiðslum sínum á Hellu og Hvolsvelli frá 1. maí í vor. Með því tapast nokkur störf á stöðunum.
„Þetta er bara mjög fúlt og leiðinlegt en við munum reyna að gera allt, sem í okkar valdi stendur til að breyta þessari ákvörðun. Þingmenn Suðurkjördæmis eru líka að berjast í málinu með okkur,“ segir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Gangi lokunin eftir þá munu íbúar fá póstboxaþjónustu, póstbílaþjónustu, bréfberaþjónustu og landpóstaþjónustu.