Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Graspróteinverksmiðja BioRefine.
Graspróteinverksmiðja BioRefine.
Mynd / VH
Fréttir 30. september 2022

Próteinvinnsla úr grasi, smára og alfalfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eitt af þeim fyrirtækjum sem blaðamaður Bændablaðsins heimsótti í sumar í tengslum við alþjóðaráðstefnu landbúnaðarblaðamanna kallast BioRefine A/S á Jótlandi og sérhæfir sig í framleiðslu á próteini úr grasi, smára og alfalfa.

Hráefnið í vinnsluna, gras, smári og alfalfa, er fengið frá bændum af um 3.000 hekturum af graslendi í 30 kílómetra radíus umhverfis verksmiðjuna. Grasið er sérræktað og slegið tvisvar til þrisvar á sumrin og haustin frá því í maí og fram í nóvember og flutt nýslegið í verksmiðjuna. Túnin eru hvíld þriðja til fjórða hvert ár til að auka kolefnisbindingu þeirra.

Árleg framleiðsla er um sjö þúsund tonn af því sem kallað er grænt prótein.

Nýslegnu grasi mokað í skilvindu.
Samkeppni við innflutt soja

Vagn Hundebøll, forstjóri BioRefine, sagði í samtalið við Bændablaðið að forgangsverkefni fyrirtækisins í dag væri að mæta fóðurpróteinþörf danskra bænda og neytenda á vistvænan hátt.

„Danir flytja inn um 50 þúsund tonn af lífrænu og 1,7 milljón tonn af ólífrænu soja á ári, við viljum draga úr þeim innflutningi.“

Grænt prótein til manneldis

„Enn fremur leggjum við áherslu á að þróa grænt prótein til notkunar í matvæli til manneldis og að það geti orðið um fjórðungur af því próteini sem notað er til matvælaframleiðslu í Danmörku.

Á sama tíma höfum við áhuga á að deila þekkingu okkar á framleiðslu græns próteins enda tæknin sem við notum nothæf hvar sem er í heiminum.“

Afgangstrefjar sem nýttar eru í textíliðnaði og í umbúðir.
Fóður fyrir hænur og gæludýr

Eftir að safinn er pressaður úr grasinu fer það í skilvindu og þurrkara sem skilur próteinið úr því og eftir það líkist próteinið helst kaffikorgi. Afgangsgrasið er notað í textíliðnaði og í umbúðir og safann má nota til framleiðslu á lífgasi og sem áburð.

Próteinið má meðal annars nota sem fóður fyrir hænur og gæludýr og getur hún komið í staðinn fyrir sojamjöl.

Í kynningu Biorefine á framleiðslunni segir að prótein sé eitt af undirstöðuefnum fæðunnar, hvort sem það er fyrir menn eða skepnur. Grasprótein meltist vel hjá húsdýrum með einn maga eins og svín og alifugla en hentar síður fyrir jórturdýr þar sem það er of auðmelt.

Samvinnuverkefni þriggja landbúnaðarfyrirtækja

BioRefine er samstarfsverkefni þriggja danskra landbúnaðar­ fyrirtækja, DLG, Danish Agro og DLF, með það að markmiði að framleiða umhverfisvænt prótein sem fóður fyrir búfé.

Grasvinnsla Biorefine byggir á 50 ára reynslu fyrirtækis sem kallaðist Nybro sem var keypt árið 2020 og starfsemi þess breytt til að framleiða prótein.

Skylt efni: próteinframleiðsla

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...