Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna
Mynd / Luke Hodde
Fréttir 23. maí 2023

Ráða þarf niðurlögum ágengra plantna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar hefur lagt til að starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu ágengra plantna verði settur aftur í gang og gerð langtímaáætlun um aðgerðir.

Segir í fundargerð nefndarinnar frá byrjun mánaðarins að „nokkur vinna tengd kortlagningu og upprætingu ágengra plantna hafi farið fram í Þingeyjarsveit (eldri) og Skútustaðahreppi. Náttúrustofa Norðurlands vann að kortlagningu framandi ágengra plöntutegunda í Þingeyjarsveit árin 2019 og 2020 og skilaði af sér skýrslu í lok þeirrar vinnu. Í Skútustaðahreppi var stofnaður starfshópur um aðgerðir um upprætingu og heftingu á útbreiðslu kerfils, lúpínu og njóla árið 2019.“ Kemur fram að sumrin 2020 og 2021 hafi verið ráðinn sumarstarfsmaður á vegum Skútustaðahrepps til þess að kortleggja og uppræta ágengar plöntur.

Lögð er áhersla á að haldið verði áfram vinnu við eyðingu ágengra plantna í sveitarfélaginu og er sveitarstjórn hvött til að leita samstarfs við hagaðila um verkefni sumarsins.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...