Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útigangshross um vetur
Útigangshross um vetur
Mynd / ghp
Fréttir 19. desember 2022

Ráðlagt að gefa ormalyf í munn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex hross drápust af völdum hópsýkingar sem upp kom í hrossastóði á Suðurlandi í lok nóvember.

Allt bendir til þess að sýkingin hafi verið af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., sem hefur magnast upp eftir að hrossin voru sprautuð með ormalyfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Alls veiktust þrettán hross í 30 hesta hópi útigangshrossa á Suðurlandi. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hólfum sem rekin voru saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember. Aðeins hrossin sem dvöldu í öðru hólfinu veiktust og virðist bakterían því hafa magnast
þar upp. Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram önnur hólf eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar um land.

Allvíða um heim er hætt að notast við ormalyfjasprautun eins og tíðkast hefur hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar sem þessar.

Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp og varar því við að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.

Skylt efni: Hestar | Matvælastofnun | ormalyf

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...