Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gríðarleg fjölgun í álfta- og gæsastofnum er farin að valda umtalsverðum skaða í kornrækt á Íslandi.
Gríðarleg fjölgun í álfta- og gæsastofnum er farin að valda umtalsverðum skaða í kornrækt á Íslandi.
Mynd / HKr.
Fréttir 17. apríl 2015

Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa - upptökur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kynntar voru niðurstöður úr samantekt á umfangi tjóns í löndum bænda á síðasta ári. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands.

„Þetta getur ekki gengið svona lengur, við verðum að fá einhver úrræði til að losa okkur við fuglana því annars hætta menn að rækta korn, það hefur engan tilgang þegar það er meira og minna allt étið upp af álft og gæs. Ég vil að bændur fái leyfi til að skjóta fuglana og fækka þannig verulega í stofninum,“ segir Birkir Arnar Tómasson, bóndi í Móheiðarhvoli í Rangárþingi eystra.
 
Hann var einn af frummælendum á ráðstefnu um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda, sem haldinn var föstudaginn 10. apríl í fundarsal Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. 
Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel en það var sorglegt að sjá hvað fáir mættu, fimm bændur og nokkrir embættismenn en ráðstefnan var öllum opin og ókeypis inn. Birkir Arnar varð fyrir miklu tjóni af völdum fuglanna síðasta sumar. 
 
„Já, tjónið var gríðarlegt, fuglinn hreinsaði upp kornakrana hjá mér og fór meira að segja líka í hveitiakrana en hann hefur ekki litið við þeim ökrum síðustu ár. Ég áætla að tjónið hafi að minnsta kosti verið að andvirði þriggja milljóna króna,“ segir Birkir.
 
Bændur að gefast upp
 
Sveinn Sigurmundsson, fram­kvæmda­stjóri Búnaðar­sambands Suðurlands, sat ráðstefnuna. Hann sagði að kornrækt hafi dregist saman um 424 hektara á Suðurlandi árin 2013/2014, bændur væru einfaldlega smátt og smátt að gefast upp gagnvart fuglinum. Engin ráð dygðu enn til að fæla fuglinn burt, hann kæmi alltaf aftur og aftur sama hvað reynt sé.
 
Styrkir til norskra bænda
 
Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kultur­minneforskingin (NIKU), hélt fróðlegt erindi þar sem hann sagði frá þeim vandamálum sem bændur í Noregi væru að glíma við þegar fuglinn eyðileggur ræktunarlönd bænda líkt og á Íslandi. Hann sagði að hvert býli í Noregi fái um 500.000 íslenskar krónur í styrk frá norska ríkinu vegna ágangs fugla og um 50.000 krónur að meðaltali á hektara. Í máli hans kom einnig fram að norsk stjórnvöld hafi áhyggjur af því að kostnaður vegna styrkja til bænda fari hækkandi ef fuglastofnar halda áfram að vaxa og laga sig að beit á ræktuðu landi. Bændur í kornrækt fá ekki styrk vegna uppskerutaps. Þá sagði hann að grágæsabeit væri vaxandi vandamál í Noregi og alltaf erfiðara og erfiðara að meta tjón af beit sem dreifist á lengri tíma og á stærra svæði.
 
Eftirfarandi erindi voru flutt á ráðstefnunni og í lok hennar voru pallborðsumræður:
 
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna.
 
Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu.
 
Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum Íslands.
 
Birkir Arnar Tómasson, bóndi í Móeiðarhvoli, fjallar um tjón sem hann hefur orðið fyrir af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi sínu.
 
Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd. Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður Náttúrustofu Suð-Austurlands
 
Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi. Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for kulturminneforskning (NIKU)
 
Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar 2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.
 
 

9 myndir:

Skylt efni: álftir og gæsir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...