Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.
Fréttir 22. janúar 2021

Rafbílarisinn Tesla tapar fyrir sandeðlum í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þýskur dómstóll úrskurðaði þann 17. desember síðastliðinn að Tesla þyrfti að lúta í lægra haldi fyrir pínulitlum sandeðlum (Lacerta agilis) og fengi ekki að ryðja skóga sem eru heimkynni þeirra fyrir nýja risaverksmiðju í nágrenni Berlínar.

Með úrskurði þýska dómstólsins virðast áform Tesla um byggingu á „Gigafactory“ verksmiðju sinni sem átti að taka í notkun í júlí 2021 runnin í sandinn. Að sögn Elan Musk, forstjóra Tesla, var hugmyndin að smíða þar 500.000 Tesla-bíla á ári.

Þær eru ekki stórar sandeðlurnar, en náðu samt að leggja risafyrirtæki Elon Musk að velli.

Greint var frá þessu eðlumáli í Bændablaðinu í byrjun desember á síðasta ári, en Tesla hefur ýmislegt reynt til að ryðja skóg fyrir verksmiðju sína. Þannig var sett í gang áætlun um að flytja sandeðlurnar í ný heimkynni, en eðlurnar voru þá þegar komnar í vetrardvala svo þau áform urðu að engu. Þá segir dómstóllinn að fyrirhuguð eyðing skógarins muni stefna eðlustofninum í voða og hafnar því umleitun Tesla.

Afstöðumynd af fyrirhugaðri lóð Tesla undir risaverksmiðju sína. 

Skylt efni: Tesla

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...