Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Hlutfall rafbíla er yfir helmingur nýskráninga.
Mynd / transportenvironment.org
Fréttir 30. ágúst 2022

Rafbílum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin önnur stöðuskýrsla verkefnisstjórnar um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum.

Samkvæmt skýrslunni eru stærstu tækifærin til að ná fram samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í orkuskiptum í samgöngum. Aðgerðir í áætluninni eru alls 50 og eru allar nema ein nú komnar í framkvæmd eða eru í vinnslu.

Í skýrslunni hvetur verkefnastjórn til að tryggt verði að jákvæð þróun í rafvæðingu bílaflotans haldi áfram og að hugað verði sérstaklega að orkuskiptum í þungaflutningum og fjölgun rafknúinna bílaleigubíla. Eins eru aðgerðir í sjávarútvegi og landbúnaði sagðar nauðsynlegar og að tryggja þurfi áframhaldandi úrbótaverkefni í landnotkun.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa aðgerðir tengdar orkuskiptum í samgöngum á landi skilað árangri og rafbílum fjölga hratt. Er hlutfall vistvænna ökutækja yfir helmingur nýskráninga.

Nú eru 23 af 74 aðgerðum vegvísisins um vistvæna mannvirkjagerð komnar á undirbúnings-, framkvæmdastig eða þeim lokið.

Samkvæmt niðurstöðum losunarbókhalds Íslands frá því í vor dróst losun gróðurhúsalofttegunda sem er á beinni ábyrgð Íslands saman um 5% milli áranna 2019- 2020 og var 13% minni en árið 2005, sem er viðmiðunarárið fyrir loftslagsskuldbindingar Íslands.

Skylt efni: rafbílar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...