Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Samingur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum, en það gerðu Friðrik V. Árnason hjá Orkusölunni og Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Samningurinn skilar bændum ávinningi í lægra ve
Samingur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum, en það gerðu Friðrik V. Árnason hjá Orkusölunni og Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Samningurinn skilar bændum ávinningi í lægra ve
Fréttir 24. september 2018

Rafmagnið lækkar um 10 til 12 milljónir í kjölfar útboðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Ég er mjög sáttur við útkomuna, þetta gekk allt saman ljómandi vel og við fengum góð tilboð frá öllum fyrirtækjum sem eru í rafmagnssölu,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, BSE. 
 
Sambandið hafði forgöngu um það á liðnu sumri að bjóða út sölu á rafmagni til bænda. Tæplega 70 bændur óskuðu eftir að vera með, samtals í kaup á 6 gígavattstundum af rafmagni. Bændum í Eyjafirði sem áhuga hafa á að ganga inn í tilboðið gefst kostur á því og telur Sigurgeir að þegar upp verður staðið muni á bilinu 80 til 90 bændur vera með.
 
Krónutölur ekki gefnar upp
 
Alls fengu fimm fyrirtæki sem selja raforku gögn og bauðst að vera með í útboðinu, þ.e. Fallorka ehf., HS Orka, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða og Orkusalan ehf., en hið síðast talda bauð lægst og var tilboði frá því tekið.  Samningur milli Orkusölunnar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar var undirritaður á dögunum.
 
Sigurgeir segir að meirihluti tilboðsgjafa hafi óskað eftir því að upphæð tilboðs yrði trúnaðarmál og vildi því ekki gefa upp krónutölu tilboðsins, „en það er ljóst að um umtalsverða lækkun á kaupum á rafmagni er að ræða,“ segir Sigurgeir og telur lækkun eftir útboð og sameiginleg kaup bænda á rafmagni nema á bilinu 10 til 12 milljónir króna á ári.
 
Olíuvörur næst?
 
Sigurgeir segir mikla vinnu liggja að baki svo stóru og sameiginlegu útboði, en greinilegt að það muni skila bændum töluverðum ávinningi í lægra verði. Taldi hann ekki útilokað að bændur myndu sameinast um fleiri útboð og þá jafnvel strax á næsta ári. „Við erum að skoða ákveðna hluti í þeim efnum og líklegt að næst munum við óska tilboða í olíuvörur, þær eru stór útgjaldaliður hjá bænum og stórt sameiginlegt útboð gæti haft í för með sér hagstæðara verð fyrir bændur en þeim býðst nú,“ segir hann. 
Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...