Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 3. janúar 2019

Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: smh

Nú um áramótin tók Ragnheiður I. Þórarinsdóttir verkfræðingur við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og tekur við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafði stöðunni frá september 2017.

Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði árið 1993 frá Danska Tækniháskólanum (DTU), doktorsnámi frá sama skóla sumarið 2000 og meistaranámi í viðskiptafræði MBA frá Háskóla Íslands vorið 2002.

Ragnheiður hefur á undanförnum árum starfað á eigin verkfræðistofu, stýrt nokkrum alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum og stofnað nokkur sprotafyrirtæki. Samhliða öðrum störfum hefur hún verið gestaprófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kennt ýmis námskeið, leiðbeint nemendum í meistara- og doktorsnámi og starfað í ýmsum matsnefndum á Íslandi og á erlendum vettvangi.

Hún hefur áður starfað meðal annars á Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Orkustofnun.

Að sögn Ragnheiðar leggur hún áherslu á að hvetja til nýsköpunar og efla kennslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf sem sé byggt á sérstöðu Íslands og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...