Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum
Mynd / Bbl
Fréttir 7. maí 2021

Reglugerð um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum birt í Stjórnartíðindum

Höfundur: smh

Reglugerð  um slátrun í litlum sauðfjár- og geitasláturhúsum hefur verið birt í Stjórnartíðindum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gaf það út á vef sínum á þriðjudaginn að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefði undirritað reglugerðina, en þær upplýsingar fengust þá úr ráðuneytinu að reglugerðin sjálf yrði ekki aðgengileg fyrr en hún hefði birst í Stjórnartíðindum.

Reglugerðin heimilar heimaslátrun á sauðfé og geitum til markaðssetningar. Þar eru ákvæði um förgun aukaafurða sem ekki komu fram í tilkynningu ráðuneytisins á þriðjudaginn. Í þeim er kveðið á um að aukaafurðum úr dýrum sem ekki eru ætlaðar til maneldis skal safna, geyma og farga í samræmi við ákvæði reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins sem innleidd er í íslenskan rétt með reglugerð um heilbrigðisreglur að því er varðar aukaafurðir úr dýrum og afleiddar afurðir sem ekki eru ætlaðar til manneldis.

Sérstakt áhættuefni geymt í læsanlegu íláti

„Undir stjórn opinbers dýralæknis skal fjarlægja sérstakt áhættuefni úr sauðfé og geitum og geyma í læsanlegu íláti þar til það er flutt til förgunar í viðurkenndri brennslustöð, sbr. ákvæði reglu­gerðar nr. 41/2012, um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB), nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar. Öðrum aukaafurðum skal fargað samkvæmt reglum viðkomandi sveitarfélags,“ segir í 10. grein reglugerðarinnar um förgun aukaafurða.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...