Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Framkvæmdir eru hafnar við smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun tengja austur- og vesturbakka Eyjafjarðar. Brúin nýtist umferð hestafólks um svæðið en einnig þeim fjölmörgu sem þangað fara í fuglaskoðunar- og gönguferðir.
Fréttir 2. janúar 2020

Reið- og göngubrú byggð yfir Eyjafjarðará

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við fögnum því fyrst og fremst að málið er í höfn og framkvæmdir hafnar. Búið er að tengja saman austur og vesturbakka Eyjafjarðarár með landfyllingu og hægt að ganga þurrum fótum yfir í Stórhólma,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Léttis, um smíði brúar yfir Eyjafjarðará en hún mun nýtast hestafólki á ferð um Kaupvangsbakka, á leið fram í Eyjafjörð eða austur í Þingeyjarsýslu. Framkvæmdir við smíðina hófust á dögunum.

Nokkur styrr stóð um brúarsmíðina, Léttismenn hafa undanfarið eitt og hálft ár tekist á við bæjaryfirvöld á Akureyri um smíðina og hver beri kostnað af henni.

Brúin skiptir verulegu máli fyrir hestafólk en hún nýtist fyrir hestaumferð milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu og eins vegna umferðar hestafólks fram í Eyjafjörð. „Það var á stundum tekist á við bæjaryfirvöld en við töldum okkur hafa réttinn okkar megin og sem betur fer fékk þetta mál farsælan endi,“ segir Sigfús.

Vonum að verkið vinnist hratt og vel

Hann segir Léttisfólk fagna því að framkvæmdir við brúarsmíðina séu hafnar og að þetta erfiða mál sé að baki. „Við vonum að verkið vinnist hratt og vel og stefnum að því að vígja þessa nýju reið- og göngubrú á Eyjafjarðará með viðhöfn á mikilli hátíð sem efnt verður til síðla í maí á næsta ári í tengslum við hina árlegu Bakkareið Léttis á Kaupvangsbökkum,“ segir Sigfús og bætir við að nýja brúin verði glæsilegt mannvirki sem nýtast mun sem tenging milli austur- og vesturbakka um ókomin ár.

Mikil samgöngubót fyrir hestamenn og útivistarfólk

„Nýja brúin á Eyjafjarðará verður okkur öllum til sóma og mikil samgöngubót fyrir, ekki bara okkur hestamenn eina, heldur líka allt annað útivistarfólk sem notar bakka Eyjafjarðarár í ríkum mæli  til göngu- og fuglaskoðunar. Við Léttismenn börðumst því ekki bara fyrir brúnni fyrir okkur hestamenn, heldur miklu fleiri líka,“ segir Sigfús.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...