Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Guðmundsson við eitt af eplatrénu sínu, sem gefur greinilega vel af sér enda fullt af eplum á því.
Jón Guðmundsson við eitt af eplatrénu sínu, sem gefur greinilega vel af sér enda fullt af eplum á því.
Mynd / Ú einkasafni
Fréttir 25. ágúst 2020

Reiknar með að fá 50 kíló af eplum í haust af trjánum sínum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Útlitið með uppskeru er almennt gott en hún gæti verið seinni en í góðum árum vegna kuldakaflans í vor en margir eru að fá uppskeru í haust og sumir í fyrsta skipti. Þetta veltur svo líka á veðurfarinu næstu vikurnar en fyrstu aldinin ættu að verða þroskuð um 10.–15. september,“ segir Jón Guðmundsson, garðyrkju­fræðingur og eplabóndi á Akranesi. 
 
Sjálfur segist hann fá nokkur hundruð aldin, eða kannski 30–50 kíló af eplum, sem hann er mjög sáttur við. Jón er með um 70 ávaxtatré í garðinum, mest af epla­trjám, og eru margar uppskerur miklar en hann leyfir hverju tré bara að bera 20–30 epli. „Trén mín eru flest á klipptu súluformi og bera ekki meira en 3 kg hvert tré. Mörg gefa reglulega og góða uppskeru eins og „Melba“, „Close“, „Langballe“ og „Ålingsepli“. „Close“ gefur yfirleitt mest en öll yrki hafa sérheiti,“ segir Jón.
 
Jón er mjög samviskusamur og heldur bókhald á hverju ára yfir uppskeruna og árangurinn þar sem fara fram mælingar og mat á gæðum aldina, ásamt skráningu.
 
Sætsúr epli
 
Jón segir að fjölskyldan sín nýti mest af eplunum sjálf en þau gefa þó alltaf eitthvað til vina og vandamanna. Hægt er að geyma sum eplin nokkrar vikur og önnur er hægt að  þurrka eða vinna eitthvað úr. Eplin eru mjög mismunandi á bragðið og litinn líka, sum alveg gul en önnur rauð en flest þarna mitt á milli hálf rauð og hálf gul. „Já, sum þeirra eru súr en önnur sæt en þau bestu eru þarna mitt á milli, svona sætsúr eins og stundum er sagt,“ segir Jón.
 
Töluverður áhugi á eplarækt
 
Áhugi Jóns á eplarækt kviknaði fyrst þegar hann frétti af gömlum eplatrjám í Reykjavík, sem voru að gefa uppskeru reglulega. „Ég byrjaði því að viða að mér upplýsingum og efniviði víða að og prófa mismunandi yrki. Sæmundur Guðmundsson á Hellu var nýfarinn af stað með svipaðar hugmyndir og við höfum átt í samvinnu í gegnum árin. Það er  tölverður áhugi á þessari ræktun og margir að spreyta sig en þetta er nokkur þolinmæðisvinna og það tekur tré allt upp í 10 ár að fá fyrstu uppskeru en oft er það líka bara 3–5 ár eftir atvikum, eplarækt gefur fólki mikið þegar vel gengur,“ segir Jón.
 
Eplin eru misjöfn á bragðið, sum súr og önnur sæt, en flest eru þau þarna einhvers staðar á milli, eða súrsæt.
 
Nokkur heillaráð
 
 Jón var að lokum beðinn að nefna nokkur heillaráð, sem þarf að hafa í huga við eplaræktun. 
„Já, það þarf að hafa nokkur atriði í huga. Í fyrsta lagi þarf að velja sólríkan vaxtarstað fyrir tréð, öðru lagi þar af nota sérvalin yrki fyrir íslenskar aðstæður og í þriðja lagi þarf að hugsa um tréð með tilliti til næringarástands og meindýravarna. Það er of mikið um innflutt tré sem ekki henta hér vel og umhirðan er oft af skornum skammti og ef þetta tvennt kemur saman er enginn árangur,“ segir Jón, sem sjálfur segist hafa verið að prófa mismunandi yrki í 20 ár. Þar hefur komið í ljós að 10 til 20 þeirra eru að skila árangri í  flestum árum og jafnvel köldustu sumrum. 
 
„Samhliða því hef ég  verið af útvega fólki tré sem eru líkleg og veita fólki ráð eftir bestu getu og eru margir farnir að sjá árangur en aðrir þurfa að bíða eitthvað lengur. Ég er líka með slatta af perum, plómum og kirsuberjum ásamt fleiri spennandi trjám, sem verður gaman að sjá hvað gerist með næstu árin,“ segir Jón. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...