Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reka dýragarð heima á hlaði
Fréttir 3. júlí 2015

Reka dýragarð heima á hlaði

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir

Þrátt fyrir ungan aldur ákváðu systurnar Sara Bjarnadóttir, þrettán ára og Linda Bjarnadóttir, sextán ára, að stofna húsdýragarð heima hjá sér á Hraðastöðum í Mosfellsdal fyrir tveimur árum þegar þær vantaði sumarvinnu. Nú taka þær á móti fjöldanum öllum af gestum á hverju sumri og vonast til að húsdýragarðurinn sé kominn til að vera.

„Þetta var eiginlega hugmynd út í loftið sem við fengum árið 2013. Foreldrar okkar höfðu tekið á móti leikskólahópum í rúm 10 ár svo það var allt hér til staðar fyrir okkur. Við höfðum enga sumarvinnu á þessum tíma nema þá hjá Mosfellsbæ og okkur fannst þetta vera betri kostur fyrir okkur. Draumurinn er síðan að mamma og pabbi geti hætt að vinna og að við getum öll verið hér heima að sjá um reksturinn,“ útskýrir Sara en þær systur hafa tekið á móti um 30 hópum það sem af er sumri.

Vonandi framtíðarstarfið

Það er ýmislegt sem þær systur bjóða upp á þegar kemur að sveitaheimsóknunum og fyrir utan leikskóla- og skólahópana koma starfsmannahópar til þeirra og einnig er í boði að halda afmælisveislur á staðnum þannig að fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

„Það er rosalega gott að geta unnið heima hjá sér, mér finnst það mikill kostur og því lá það beinast við þegar okkur vantaði sumarvinnu og við vorum með öll dýrin hér á staðnum að prófa að opna húsdýragarð.  Ég vonast til að þetta geti orðið framtíðarstarfið okkar beggja. Í fyrra breyttist traffíkin mikið hjá okkur því þetta spurðist meira út og við finnum hvað það virkar vel að vera á Facebook,“ segir Linda og aðspurðar um hvað starfsemin gefi þeim helst eru þær systur fljótar til svars: „Það er svo skemmtilegt að upplifa hvað fólk er ánægt og áhugasamt um dýrin og sveitalífið,“ segir Linda og Sara bætir við: „Þetta er alveg æðislegt og það sem mér finnst svo gaman er hvað foreldrar hafa mikinn áhuga á að skoða og sýna börnunum sínum sveitina.“

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...