Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reksturinn gengur betur en ég átti von á
Fréttir 26. janúar 2015

Reksturinn gengur betur en ég átti von á

Höfundur: MargerátÞóra Þórsdóttir

Frirtækið Kanína ehf. hefur verið að byggjast upp í Húnaþingi vestra undanfarin misseri og segir Birgit Kositzke, eigandi þess og frumkvöðull, að staðan sé góð um þessar mundir, „það gengur bara vel og í rauninni betur en ég átti von á“. 

Eskja í Reykjavík hefur umboð fyrir kanínukjötið og bendir Birgit þeim sem áhuga hafa á að verða sér úti um ferskt kanínukjöt að hafa samband við fyrirtækið.

Birgit segit að stefnt sé að því að slátra að jafnaði einu sini í mánuði framvegis og muni það magn sem fer á markað aukast smátt og smátt.  Gerir hún ráð fyrir að verð á íslensku kanínukjöti verði svipað og á nautalund.

Öflugur hópur undaneldis- og ræktunardýra

Hópur undaneldiskvendýra hefur nú náð hámarki, sá hópur er nú allur kominn í búr og got eru reglubundin, en Birgit segir stefnt að því að  „reynslumiklar“ undaneldiskanínur muni gjóta fjórum sinnum á ári, en ungdýr eitthvað sjaldnar. Félagið hefur nú alls sjö ræktunarkarldýr, þeir heita Kólur, Magnús, Lucky Luke, Robert, Frosti, Nikolás og nýja stjarnan í hópnum er Leonardo en að auki er eitt ungdýr að bætast í þann hóp, Lolli, sem brátt fær aukin tækifæri til að standa í stykkinu.
„Ég hafði smá áhyggjur af því hvernig kanínunum myndi reiða af í vetur, en sá ótti reyndist ástæðulaus, það hefur gengið mjög vel að fjölga kanínum í hópnum þrátt fyrir vetrarkulda og myrkur og nú eru hér hjá mér kanínur á ýmsum aldursstigum um allt hús og von á enn fleirum í næstu viku þegar fleiri kanínur gjóta,“ segir hún. 

Skoða möguleika á að nýta aukaafurðir

Auk þess sem félagið býður kanínukjöt til manneldis verða möguleikar á að nýta aukaafurðir einnig skoðaðir og nýttir eftir því sem tækifæri eru á.  Það á til dæmis við um skinn, en tilraunir með að súta skinn hjá fyrirtækinu Loðskinni á Sauðárkróki lofa að hennar sögn góðu.
Birgit segist bjartsýn á framhaldið, út sé kominn bæklingur með uppskriftum og leiðbeiningum um hvernig best sé að meðhöndla og elda kanínukjöt og séu viðtökur góðar. Þá sé fyrirhugað að opna nýtt veitingahús á Hvammstanga með vorinu, líklega í mars og uppi séu hugmyndir um að efna þar til sérstakrar kanínuveislu. „Það er margt spennandi í gangi og ég er bjartsýn,“ segir Birgit. 

Skylt efni: Kanínur

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...