Reynt að forðast heimsfaraldur
Matvælastofnun og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna og heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum vinna í sameiningu að leiðum til að hindra aukna útbreiðslu búfjársjúkdóma í heiminum.
Undanfarna áratugi hafa sýkingar af völdum fuglaflensu af stofnunum H5N1og H1N, Ebola og SARS valdið heilbrigðisyfirvöldum miklum áhyggju og er reynt að halda sýkingum af völdum þeirra niðri. Í dag er talið að 75% nýrra smitsjúkdóma í mönnum berist úr búfé.
Samstafið felur meðal annars í sér að sér þjálfa 4.700 dýralækna í 25 löndum til að fást við og koma í veg fyrir útbreiðslu hættulegra dýrasjúkdóma. Flestir munu dýralæknarnir starfa í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum.
Auk þessa að þjálfa dýralæknana stendur til að veita þeim aðgang að rannsóknarstofum og búnaði sem koma á í veg fyrir smit.
Vonir eru bundnar við að þjálfun dýralæknanna muni ekki eingöngu draga úr líkum á að alvarlegir búfjársjúkdómar af völdum veira berist í fólk heldur líka einnig að draga munu úr útbreiðslu þeirra í búfé.
Aukinn fólksfjöldi, sívaxandi þörf eftir mat og aukin viðskipti með matvæli milli landa auka hættuna á að alvarlegir sjúkdómar breiðist hratt út milli landa.