Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur
Fréttir 19. júní 2023

Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum.

Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað.

Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar.

Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið.

Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...