Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur
Fréttir 19. júní 2023

Ríkið þarf ekki að greiða skaðabætur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Máli vegna vörslusviptingar fjár lokið með sýknu. Málshöfðun byggðist á að MAST hefði misbeitt valdheimildum.

Landsréttur staðfesti með dómi 19. maí sl. sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að íslenska ríkið þyrfti ekki að greiða skaða- og miskabætur vegna vörslusviptingar. Landsréttur hafði áður ómerkt dóm héraðsdóms og vísað málinu heim í hérað.

Forsaga málsins er sú að MAST gerði athugasemdir við aðbúnað og ástand fjár á býli en ábúendur brugðust ekki við. Stofnunin ákvað því að vörslusvipta og var féð í kjölfarið flutt í sláturhús haustið 2014. Byggðist málshöfðunin á að MAST hefði misbeitt vald- heimildum sínum og aðgerðir stofnunarinnar verið ólögmætar.

Í dómnum kemur meðal annars fram að í gögnum málsins sé getið um bágborið ástand á fénu og að vigtarseðlar úr sláturhúsi hafi sýnt fram á að ástand margra gripa hefði verið bágborið.

Jafnframt að talsvert hefði verið um vanmetafé sem ætla mætti að hefði að mestu leyti mátt rekja til lélegrar fóðrunar, brynningar og slæms aðbúnaðar.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...