Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Risaeðlur með hósta
Fréttir 6. júlí 2022

Risaeðlur með hósta

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Jarðfræðingum og vísindamönnum fornleifa og steingervinga hefur löngum þótt forvitnilegur lífsferill risaeðlanna, allt frá fæðingu til dauða.

Matarsmekkur, hegðun og jafnvel sjúkdómar. Nú þegar hafa rannsóknir sýnt að þær hafi meðal annars bæði þjáðst af slitgigt og krabbameini – en nýlega, samkvæmt vefsíðu New Scientist, fundust vísbendingar um dýr sem þjáðist af öndunarfærasýkingu. Voru bein einnar risaeðlu athuguð sérstaklega og leiddi sú rannsókn í ljós að hún hefði þjáðst af afar slæmum hósta sem var greinanlegur í beinunum.

Samkvæmt vísindamönnum hefði hún einnig haft hita og dáið ótímabærum dauða. Í raun er þetta afar áhugaverð uppgötvun, bæði vegna þess að hægt er að greina sýkingu í 150 milljón ára gömlum beinum og líka það að risaeðlur þjáðust af kvefi og öndunarfærapestum.

Risaeðlan, sem um ræðir, gengur undir nafninu Dolly og hefur verið rannsóknarefni vísindamanna síðan hún fannst árið 1990 í Montana. Um ræðir plöntuætu með fræðinafnið Diplodocus (Freyseðla eða Þórseðlubróðir) sem er auðkennanlegt vegna langs háls síns og stærðar. Þetta dýr var ungt, tæpir tuttugu metrar, en þessi tegund getur orðið allt að 30 metra löng, lifað í 30 ár og vegið allt að 20 tonn.

Eftir sneiðmyndatökur á sér­ kennilegum beinvexti í hálsi risa­ eðlunnar kom í ljós að hann hefði myndast vegna slæmrar sýkingar í hálsi og talið er að Dolly hafi þjáðst af hálsbólgu og öndunarfærasýkingu vegna myglusveppsins víðfræga Aspergillus flavus.

Þess má geta að áðurnefndur öndunarfærasjúkdómur getur m.a. reynst fólki banvænn ef meðferð í formi sýklalyfja er ekki notuð. Líklegt er að Dolly, sem lést um 15 ára aldur, hefði haft einkenni svipuð og við lesendur þekkjum þegar við höfum kvef, flensu eða lungnabólgu: hnerra, hósta, nefrennsli og hita.

Til viðbótar við öndunarfæra­ sjúkdóminn má finna ýmislegt fróðlegt í skýrslu Umhverfis­stofnunar undir yfirskriftinni „Inniloft, raki og mygla í híbýlum“ .

Þar kemur fram að rannsóknir bendi til þess að myglueitur í nægjanlega miklu magni geti haft áhrif á dýr og menn og að sum myglueitur geti verið hugsanlegir krabbameinsvaldar, t.d. aflatoxin sem áðurnefndur Aspergillus flavus og svo Aspergillus parasiticus mynda. Það er því best að hafa varann á er kemur að sveppamyndun og myglu, hvort sem er í húsakynnum eða öðrum vistarverum – en þó getur myglueitur fundist í litlu magni í innilofti án þess að það hafi neikvæð áhrif á íbúa.

Skylt efni: risaeðlur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...