Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Sýnishorn af viðbragðsáætlun fyrir kúabú.
Fréttir 20. mars 2020

RML gefur út grunn að viðbragðsáætlun

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út grunn að viðbragðsáætlun fyrir helstu gerðir búrekstrar.

Í tilkynningu vegna útgáfunnar kemur fram að nauðsynlegt sé fyrir bændur að hafa slíka viðbragðsáætlun, sem taki til þátta sem mikilvægir séu til að tryggja órofinn búrekstur komi til veikinda. „Gera þarf ráð fyrir að afleysingamaður geti gengið inn í dagleg störf án þekkingar á viðkomandi búi eða með aðstoð bónda. Þá skiptir viðbragsáætlun hvers bús höfuðmáli,“ segir í tilkynningunni sem fer hér á eftir.

„Viðbragðsáætlunin er byggð upp með það að markmiði að auðvelda bændum greiningu á lykilþáttum starfseminnar með sniðmáti til að skrá mikilvæga þætti og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Áætlunin miðast einkum við bú sem rekin eru af einyrkjum þar sem aðrir eru lítið inni í daglegum störfum en getur einnig nýst stærri búum þar sem viðbragðsáætlanir eru ekki nú þegar til staðar.

Helstu atriði viðbragsáætlunar taka m.a. til teikninga af gripahúsum þar sem merktir eru inn mikilvægir staðir s.s. rafmagnstafla, vatnsinntök, gjafakerfi, dráttar- og vinnuvélar og hvernig rafstöð skal tengd og ræst, sé hún til staðar. Hnitmiðuð símaskrá búsins flýtir einnig viðbragði. Sniðmát viðbragðsáætlana er alls ekki tæmandi og er ráðlagt að bæta við eins og þurfa þykir.

Stutt og markviss leiðbeiningamyndbönd þar sem gengið er um búið og farið yfir mikilvæga þætti starfseminnar geta verið mjög gagnleg. Þau nýtast jafnframt til frekari útskýringa á tækjabúnaði eða öðrum lykilþáttum búsins. Myndböndin er svo hægt að senda til afleysingamanns í gegnum samskiptaforrit (Facebook) eða tölvupóst.

Ráðunautar RML aðstoða við gerð viðbragðsáætlana, sé þess óskað. Símanúmer RML er 516-5000 og tölvupóstfangið rml@rml.is. Við bendum einnig á að hægt er að hafa samband í gegnum vefspjall á heimasíðu fyrirtækisins.“

Teikning úr fjósi og sýnishorn af því hvernig hægt er að setja vinnuferla upp myndrænt. Teikning / Birna Þorsteinsdóttir

 

Hér fyrir neðan má nálgast sniðmát viðbragsáætlana.


Viðbragðsáætlun fyrir kúabú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir sauðfjárbú  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir hesthús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir gróðurhús  pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir loðdýrabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir alifuglabú pdf skjal word skjal

Viðbragðsáætlun fyrir svínabú pdf skjal word skjal

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...