Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
RML uppfærir leiðbeiningar til bænda vegna nýrra samkomutakmarkana
Fréttir 5. október 2020

RML uppfærir leiðbeiningar til bænda vegna nýrra samkomutakmarkana

Höfundur: Ritsjórn

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) og sóttvarnarteymi Bændasamtaka Íslands hafa gefið út uppfærðar leiðbeiningar vegna hauststarfa bænda, sem taka mið af nýjum samkomutakmörkunum yfirvalda og sóttvarnalæknis.

Í þeim er farið yfir nokkuð lykilatriði varðandi heimsóknir, sóttvarnir, aðstæður heima á bæjum og fyrirkomulag haustfunda.

Leiðbeiningarnar fara hér á eftir:

„Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 hafa verið með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML gaf út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa í lok ágúst og hafa þær nú verið uppfærðar. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis.

Sóttvarnarteymi RML hefur í samstarfi við viðbragðsteymi BÍ og LS yfirfarið helstu atriði sem mikilvægt er að hafa í huga í hauststörfunum. Upplýsingar má nálgast á heimasíðu RML, www.rml.is og heimasíðu BÍ www.bondi.is um nánari útlistun á því sem þarf að hafa í huga.

Heimsóknir

Almennt er ekki mælt gegn því að farið sé í heimsóknir til bænda á vegum RML, sé hægt að halda reglu um fjarlægðamörk eða grímuskyldu þar sem hún á við og hægt er að viðhafa sóttvarnir samkvæmt sóttvarnarreglum https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Varðandi komu erlendra aðila á vegum RML til landsins þá er það metið í hvert skipti í samráði viðbragðsteymið RML. 

Starfsmenn RML munu ekki taka þátt í hrútasýningum í haust í ljósi fjöldatakmarkana frá og með 5. október.

Sóttvarnir

Starfsmenn og verktakar á vegum RML nota grímur í heimsóknum þar sem ekki er hægt að halda eins meters fjarlægð. Mælst er til þess að viðskiptavinir geri slíkt hið sama og í öllum tilfellum verði reglur um fjarlægð og sóttvarnir tryggðar. Sóttvarnarbúnaður verður til staðar í bílum RML

Í vor voru gefnar út leiðbeiningar um sóttvarnir og landbúnað og eru þær leiðbeiningar aðgengilegar á heimasíðu RML á slóðinni https://www.rml.is/is/radgjof/annad/covid-19-og-landbunadur 

Starfsmenn og verktakar RML  nota rakningarapp (rakning C-19 https://www.covid.is/app/is ) í símanum. Þeir starfsmenn sem ekki nota rakningar app skrá niður upplýsingar um   hvar viðkomandi var og hverja hann hitti í heimsóknum á vegum RML utan starfstöðva. 

Smitrakningarappið og góðar sóttvarnir hafa þegar sannað gildi sitt í starfi RML, þegar  upp kom smit á bæ þar sem starfsmenn RML voru við störf.  Í kjölfarið fóru starfsmennirnir  í sóttkví . Sem betur fer var ekki um   smit að ræða  enda hafði fyllstu sóttvarna verið gætt  og starfsmennirnir  með grímur og smitrakningarappið virkt.

Starfsmenn og verktakar RML eru jafnframt beðnir að gæta sérstaklega að  sóttvörnum og takmarka þátttöku í hvers konar viðburðum eins og kostur er fjóra daga fyrir heimsóknir til bænda og yfir það tímabil sem viðkomandi er að heimsækja bændur.  

Finni starfsmenn eða verktakar RML  fyrir mögulegum einkennum Covid 19 eru skýr fyrirmæli um að þeir mæti alls ekki til vinnu og láti vita af hugsanlegu smiti hjá sér eða öðrum sem viðkomandi hefur verið í nánum tengslum við.  

Aðstæður heima á bæjum

Bændur eru beðnir um að tryggja smitvarnir  heima á bæjum og gæta þess að ekki séu fleiri við störf en þeir sem nauðsynlega þurfa að vera þegar ráðunautar koma í lambadóma, sýnatökur  eða í öðrum erindum.

Jafnframt er mikilvægt að bændur láti vita strax til RML komi upp smit, grunur um smit eða einkenni hjá heimafólki hvort sem starfsmenn hafi verið á bænum eða eru væntanlegir í heimsókn. Hringið í síma 516-5000 eða sendið tölvupóst á rml@rml.is 

Ef upp koma þær aðstæður að grunur er um smit eða veikindi eða starfsmenn þurfa að fara í sóttkví þá gætu skoðanir eða heimsóknir fallið niður með stuttum fyrirvara.

Við minnum á upplýsingar á heimasíðu okkar rml.is á forsíðunni undir hnappi sem heitir Covid 19 og landbúnaður. Þar eru ítarlegar upplýsingar unnar m.a. af ráðunautum RML til nota fyrir bændur í ýmsum aðstæðum sem upp geta komið. https://www.rml.is/is/radgjof/annad/covid-19-og-landbunadur

Fyrirkomulag haustfunda

Í ljósi aðstæðna reiknum við með að hefðbundnir haustfundir á vegum RML, Bí og fleiri fari að mestu fram í gegnum fjarfundarbúnað s.s. Teams eða Facebook. Það verður kynnt nánar þegar tímasetningar liggja fyrir.

5. október 2020.

Viðbragðsteymi RML og sóttvarnarteymi BÍ

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...