Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót
Fréttir 4. nóvember 2019

Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa Mast er nú að benda sauðfjárbændum á að um næstu áramót verður óvirkt greiðslumark bænda fellt niður. 
 
Þann 1. janúar 2020 kemur í fyrsta skipti til framkvæmda ákvæði 2. mgr. 10. gr. í reglugerð 1262/2018 með stoð í 38. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um að greiðslumark sem er óvirkt í þrjú ár samfellt frá 1. janúar 2017 skuli fellt úr gildi. Sjá auglýsingu Búnaðarstofu MAST í Bændablaðinu í dag á bls. 41.
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðar­stofu MAST er um að ræða 11.341,3 ærgildi á 383 lögbýlum, sem hafa verið óvirk í 3 ár samfellt frá 1.1.2017.
 
Verðmæti þessa greiðslumarks er um 200 milljónir króna ef allt verður innleyst á innlausnarmarkaði ársins.
 
Búnaðarstofa mun senda bréf á næstu dögum til allra sem eru rétthafar þessa óvirka greiðslumarks skv. upplýsingum í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ.
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu, verður haldinn innlausnardagur í lok nóvember eða byrjun desember nk. í samræmi við samkomulag bænda og ríkis um endurskoðun sauðfjársamnings, sem samþykktur var fyrr á árinu. Þá geta allir rétthafar greiðslumarks óskað eftir innlausn greiðslumarks á núvirtu innlausnarvirði sem svarar til beingreiðslum þriggja ára. Nánari útfærsla mun koma fram í reglugerð ráðherra, sem beðið er eftir. 

Skylt efni: ærgildi

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...