Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót
Fréttir 4. nóvember 2019

Rúmlega 11.341 ærgildi verður að óbreyttu fellt niður um áramót

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Búnaðarstofa Mast er nú að benda sauðfjárbændum á að um næstu áramót verður óvirkt greiðslumark bænda fellt niður. 
 
Þann 1. janúar 2020 kemur í fyrsta skipti til framkvæmda ákvæði 2. mgr. 10. gr. í reglugerð 1262/2018 með stoð í 38. gr. búvörulaga nr. 99/1993 um að greiðslumark sem er óvirkt í þrjú ár samfellt frá 1. janúar 2017 skuli fellt úr gildi. Sjá auglýsingu Búnaðarstofu MAST í Bændablaðinu í dag á bls. 41.
 
Samkvæmt upplýsingum Búnaðar­stofu MAST er um að ræða 11.341,3 ærgildi á 383 lögbýlum, sem hafa verið óvirk í 3 ár samfellt frá 1.1.2017.
 
Verðmæti þessa greiðslumarks er um 200 milljónir króna ef allt verður innleyst á innlausnarmarkaði ársins.
 
Búnaðarstofa mun senda bréf á næstu dögum til allra sem eru rétthafar þessa óvirka greiðslumarks skv. upplýsingum í greiðslukerfi landbúnaðarins, AFURÐ.
 
Að sögn Jóns Baldurs Lorange, framkvæmdastjóra Búnaðarstofu, verður haldinn innlausnardagur í lok nóvember eða byrjun desember nk. í samræmi við samkomulag bænda og ríkis um endurskoðun sauðfjársamnings, sem samþykktur var fyrr á árinu. Þá geta allir rétthafar greiðslumarks óskað eftir innlausn greiðslumarks á núvirtu innlausnarvirði sem svarar til beingreiðslum þriggja ára. Nánari útfærsla mun koma fram í reglugerð ráðherra, sem beðið er eftir. 

Skylt efni: ærgildi

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...