Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Eitt af kúabúum EkoNiva-APK í Rússlandi.
Eitt af kúabúum EkoNiva-APK í Rússlandi.
Fréttir 27. september 2021

Rússar hafa verið með stórátak í mjólkurframleiðslu á undanförnum árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Landbúnaðarráðuneyti Rúss­lands hefur lagt áherslu á aukna þróun í mjólkurframleiðslu í landinu undanfarinn áratug sem farin er að skila umtalsverðum árangri.

Tæknileg og tæknileg nútíma­­væðing stuðlar að aukinni búfjárframleiðslu segir á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins. Samkvæmt tölum Statista framleiddu Rússar 32,2 milljónir tonna af mjólk á árinu 2020. Það var aukning upp á 1,8 milljónir tonna á milli ára. Framleiðslan var 29,9 milljónir tonna árið 2013 og fór í fyrsta sinn yfir 30 milljónir tonna á árinu 2017 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Samkvæmt tölum Dairy Global töldust mjólkurkýr í Rússlandi vera samtals rúmar 8 milljónir þann 1. júlí 2020. Var þá búist við að kúm fækkaði talsvert vegna hagræðingar fram á yfirstandandi ár og jafnvel niður í 6,5 milljónir gripa.

Meðalnyt var 4,6 tonn árið 2019

Meðalnyt mjólkurkúa á öllum búum í Rússlandi með sín 24 kúakyn var 4,6 tonn á árinu 2019 og hafði þá aukist milli ára um 3,4%. Miðað við kúafjölda og framleiðslu í fyrra minnkaði meðalnytin aftur og þá niður í rúm 4 tonn. Miðað við áætlanir um hagræðingu fækkun kúa samfara bættri ræktun og aukinni framleiðslu er samt gert ráð fyrir að meðalnytin hækki umtalsvert á árinu 2021. Til samanburðar má nefna að hæsta meðalnyt á Íslandi á árinu 2020 var á bænum Búrfelli í Svarfaðardal, eða tæp 8,6 tonn.

Framleiðni hefur aukist um 25,6%

Meira en tvö þúsund ný ræktunarbú mjólkurkúa hafa ýmist verið endurnýjuð eða byggð ný á síðustu tíu árum að sögn landbúnaðarráðuneytisins. Lögð hefur verið áhersla á nútímavæðingu með bættri tækni í mjólkurframleiðslunni um allt land. Þá hafa meira en 792 þúsund nýjar nautgriparæktunarstöðvar verið settar á fót. Þetta hefur leitt til þess að framleiðni kúa í Rússlandi hefur aukist um 25,6% að sögn ráðuneytisins.

Með kýr af 24 ólíkum stofnum

Til að bæta enn frekar eiginleika mjólkurkúa er frekari þróun innlendra ræktunarstöðva nauðsynleg að mati ráðuneytisins. Í dag er staðan þannig að kúabú reiða sig á 24 ólíka stofna mjólkurkúa, bæði af innlendum og erlendum uppruna. Til að flýta þróun í greininni hefur ríkið verið með margvíslegar stuðningsaðgerðir vegna ræktunarstarfsemi.

Hafa keypt þúsundir kvíga frá ESB löndum

Hafa Rússar á undanförnum árum m.a. lagt áherslu á kaup á mjólkurkúm frá ríkjum Evrópusambandsins í þúsundatali samkvæmt fréttum Bloomberg. Sem dæmi keyptu Rússar um 45 þúsund kvígur frá ESB löndum á árinu 2019 fyrir um 100 milljónir evra.

Þýska fyrirtækið Ekosem-Agar með sterk ítök í rússneskum landbúnaði

Reyndar eiga erlendir fjárfestar mikil ítök í rússneskum landbúnaðarfyrirtækjum. Þar má nefna Ekosem-Agar sem er með höfuðstöðvar í Walldorf í Þýskalandi og er með eignarhald í rússneska mjólkurframleiðslufyrirtækinu EkoNiva Group. Var Ekosem-Agar/EkoNiva-APK t.d. stærsti einstaki mjólkurframleiðandinn í Rússalandi á árinu 2019 með 659.000 tonn af mjólk. Réðu fyrirtækin þá yfir 599.000 hektara ræktarlandi. Framleiðslan var komin í 925.000 tonn á árinu 2020 samkvæmt heimasíðu EkoNiva-APK. Nautgripir á vegum fyrirtækisins voru þann 17. júlí 2021 samtals 212.800 skepnur og þar af 110.000 mjólkurkýr. UM 99% af mjólkurframleiðslu EkoNiva er seld á markaði sem hágæðavara í Rússlandi. Fjölmörg framleiðslufyrirtæki eru í samstarfi við EkoNiva, eins og Danone Group, Tulskiy Molochny Kombinat OJSC og Liskinskiy Gormolzavod LLC. Þá fer hluti af mjólkinni frá EkoNiva líka til ostaframleiðslu Hochland.

Bæta upplýsinga- og gagnavinnslu

Að auki vinnur rússneska landbúnaðarráðuneytið að uppsetningu á upplýsingakerfi ríkisins fyrir búfjárrækt. Þar verður áhersla lögð á bætta gagnavinnslu um ræktunargripi og þar stuðst við evrópskt regluverk og gæðamat. Gert er ráð fyrir að kerfið verði komið í gagnið árið 2025.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...