Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Mynd / TB
Fréttir 29. júlí 2019

Rússinn er kominn til landsins!

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Menn ráku upp stór augu á götum Reykjavíkur á dögunum þegar sást til nýs Rússajeppa í borgarumferðinni. Þótt útlitið væri fornt var ljóst að þarna var glæný bifreið á ferðinni. 
 
Við nánari athugun reyndist eigandinn vera Eysteinn Yngvason en hann er að hefja innflutning á þessu virta rússneska ökutæki í gegnum fyrirtæki sitt, UAZ Iceland ehf.
 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leyndi ekki aðdáun sinni á Rússanum þegar hann fyrir tilviljun hitti Eystein fyrir utan Bændahöllina.
 
Áður en jeppinn kemur hingað til lands er hann sendur í klössun í Þýskalandi. Þar er átt við vélina svo Rússinn komist í gegnum skráargat evrópskra mengunarvarna. Einnig er bíllinn með veglegum aukabúnaði, m.a. amerísku dráttarbeisli, gálga fyrir varadekk, stiga, toppgrind sem ber 300 kíló og efnismikla stuðara. Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns. Hann er búinn 113 hö fjölventla vél með Bosch innspýtingu, vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Nánari upplýsingar um Rússann er að finna á vefslóðinni www.russajeppar.is en Eysteinn segir að fljótlega skýrist hvað hann muni kosta. Það fari m.a. eftir því hvernig tollayfirvöld ákveða að skilgreina jeppann. Víst er að fyrir íslenska bændur getur Rússajeppinn verið góður kostur í búverkin. 
 
Rússinn verður fáanlegur með haustinu.
 
Rússinn er með vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns.
 
Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...