Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Hver man ekki eftir gamla góða Rússajeppanum?
Mynd / TB
Fréttir 29. júlí 2019

Rússinn er kominn til landsins!

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Menn ráku upp stór augu á götum Reykjavíkur á dögunum þegar sást til nýs Rússajeppa í borgarumferðinni. Þótt útlitið væri fornt var ljóst að þarna var glæný bifreið á ferðinni. 
 
Við nánari athugun reyndist eigandinn vera Eysteinn Yngvason en hann er að hefja innflutning á þessu virta rússneska ökutæki í gegnum fyrirtæki sitt, UAZ Iceland ehf.
 
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, leyndi ekki aðdáun sinni á Rússanum þegar hann fyrir tilviljun hitti Eystein fyrir utan Bændahöllina.
 
Áður en jeppinn kemur hingað til lands er hann sendur í klössun í Þýskalandi. Þar er átt við vélina svo Rússinn komist í gegnum skráargat evrópskra mengunarvarna. Einnig er bíllinn með veglegum aukabúnaði, m.a. amerísku dráttarbeisli, gálga fyrir varadekk, stiga, toppgrind sem ber 300 kíló og efnismikla stuðara. Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns. Hann er búinn 113 hö fjölventla vél með Bosch innspýtingu, vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Nánari upplýsingar um Rússann er að finna á vefslóðinni www.russajeppar.is en Eysteinn segir að fljótlega skýrist hvað hann muni kosta. Það fari m.a. eftir því hvernig tollayfirvöld ákveða að skilgreina jeppann. Víst er að fyrir íslenska bændur getur Rússajeppinn verið góður kostur í búverkin. 
 
Rússinn verður fáanlegur með haustinu.
 
Rússinn er með vökvastýri og 5 gíra kassa. Eyðslan í blönduðum akstri er uppgefin 13,5 lítrar.
 
Rússajeppinn er löglegur til farþegaflutninga og tekur 9 manns í sæti auk ökumanns.
 
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...