Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Djúpivogur.
Djúpivogur.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. nóvember 2016

Sagt forgangsatriði sem og lagning ljósleiðara

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sveitastjórn Djúpavogs  fundaði í síðasta mánuði um mikinn skort á tengingum fyrir þriggja fasa rafmagn sem og á háhraðatengingum í dreifbýli. 
 
Fram kom á fundinum að miklar breytingar hafi átt sér stað í atvinnumálum og að frekari breytingar séu í farvatninu til sveita. 
 
Þrátt fyrir að nokkrar jarðir standi áfram sterkt í hefðbundnum landbúnaði í Djúpavogshreppi þá hafa nýjar atvinnugreinar verið að vaxa mjög sbr. ferðaþjónusta, fullvinnsla í matvælaiðnaði o.fl., sumpart samhliða hefðbundnum búskap. 
 
„Til þess að hægt sé að mæta þörfum dreifbýlisins varðandi ný sóknarfæri í atvinnuuppbyggingu er því knýjandi að koma á bæði þriggja fasa rafmagni og háhraðaneti til þessara svæða. Fjölbreyttara atvinnulíf er forsenda þess að snúa við neikvæðri íbúaþróun í dreifbýlinu. Algert forgangsatriði í þessu sambandi er því að lagt verði 3 fasa rafmagn og ljósleiðari í dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að loknum kosningum að hefja þegar markvissa uppbyggingu á þessari grunnþjónustu með byggðasjónarmið að leiðarljósi,“ segir sveitarstjórn. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...