Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí
Mynd / TB
Fréttir 12. júlí 2019

Sala á íslensku svínakjöti jókst lítillega í maí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sala á svínakjöti frá íslenskum bændum jókst um 1% í maí borið saman við söluna í maí 2018. Í tölum Búnaðarstofu Mast kemur fram að seld hafi verið rúm 568 tonn af svínakjöti í maí síðastliðnum sem er 1% aukning á milli ára. Þá var ársfjórðungssalan tæp 1.612 tonn sem er sama magn og á sama tímabili 2018. Miðað við heilt ár er um að ræða söluaukningu upp á 4,8%.
 
Vantar 0,6 prósentustig til að jafna kindakjötssöluna
 
Íslenskt svínakjöt er með 23,4% hlutdeild af sölu á öllu kjöti frá íslenskum bændum. Í fyrra voru seld rétt tæp 6.798 tonn. Svínakjöt skipar nú þriðja sætið á vinsældalistanum, næst á eftir kindakjöti og alifuglakjöti. Ekki munar þó nema 0,6 prósentustigum að svínakjötssala íslenskra bænda nái að jafna kindakjötssöluna hér á landi. 
 
Innflutningur eykst hratt á svínakjöti 
 
Greinilegt er að íslenskir svína­bændur eiga talsverð tækifæri í að auka framleiðslu sína til að mæta eftirspurn ef marka má innflutningstölur á svínakjöti. Í fyrra voru flutt inn tæp 905 tonn af svínakjöti. Frá janúar 2019 til maíloka var búið að flytja inn  tæp 568 tonn af svínakjöti sem er 62% umfram sex mánaða tollkvóta. Má því ætla að svínakjötsinnflutningurinn á þessu ári verði talsvert meiri en í fyrra. Í þessu gæti legið tækifæri fyrir innlenda framleiðendur, en gagnrýni hefur komið fram á liðnum misserum og árum um að innflutningi hafi verið beitt til að halda niðri verði á kjöti frá íslenskum bændum.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...