Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Salernismál í forgang
Fréttir 16. ágúst 2016

Salernismál í forgang

Höfundur: Vilmundur Hansen

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út.

Í skýrslunni, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, var ferðamannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætlaður fjöldi salerna metinn. Til að draga þessar ályktanir var meðal annars horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknartímabils, staðsetningu og viðkomutíma ferðamanna.

Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárframlög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvandann á næstu tveimur til þremur árum.

Ljóst er að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferða­mannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum salernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum.

Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang.

Hafa ber í huga að upp­bygging salernisaðstöðu á ferðamannastöðum er háð vilja og samþykki landeiganda og umsjónaraðila.

Skýrsluna í heild má finna á vef verkfræðistofunnar Eflu á slóðinni www.efla.is.

Skylt efni: ferðamál | salerni

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...