Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Salernismál í forgang
Fréttir 16. ágúst 2016

Salernismál í forgang

Höfundur: Vilmundur Hansen

Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út.

Í skýrslunni, sem unnin var af verkfræðistofunni Eflu, var ferðamannastöðum forgangsraðað eftir því hve brýnt er talið að bæta þurfi salernisaðstöðu á viðkomandi stað, kostnaðarmat framkvæmt og áætlaður fjöldi salerna metinn. Til að draga þessar ályktanir var meðal annars horft í fjölda gesta á hverjum ferðamannastað, lengd heimsóknartímabils, staðsetningu og viðkomutíma ferðamanna.

Niðurstöður skýrslunnar sýna meðal annars að auka þarf fjárframlög til uppbyggingar aðstöðu fyrir ferðamenn ef leysa á salernisvandann á næstu tveimur til þremur árum.

Ljóst er að salernisaðstaða á mörgum fjölförnum ferða­mannastöðum er með allt öðrum brag heldur en áður hefur þekkst. Smáar byggingar með fáeinum salernum duga ekki lengur og frekar er þörf á stórum húsum með mörgum salernum.

Afar brýnt þykir að flýta gerð áætlana um hvaða staðir eigi að vera í forgangi með salernismál, bæði hvað varðar stærð og umfang.

Hafa ber í huga að upp­bygging salernisaðstöðu á ferðamannastöðum er háð vilja og samþykki landeiganda og umsjónaraðila.

Skýrsluna í heild má finna á vef verkfræðistofunnar Eflu á slóðinni www.efla.is.

Skylt efni: ferðamál | salerni

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...