Saltþolið kartöfluafbrigði lofar góðu
Hópur hollenskra vísindamanna hefur undanfarið gert tilraunir með ræktun á kartöflum sem þola óvenjulega saltan jarðveg.
Tilraunirnar fóru fram á eyjunni hollenskueyjunni Texel en jarðvegur það er mjög saltur og því upplagður til að prófa saltþol ræktunarplatna.
Aðstandendur tilraunanna segja að saltþol eins kartöfluafbrigðisins, spunta, sem var prófað hafi komið verulega á óvart og að þeir hafi ekki í fyrstu ætlaða að trúa hversu mikil uppskeran var. Annað sem kom á óvart var að í stað þess að verða saltar á bragðið hafi bragðið af kartöflunum orðið sætara.
Tilraunirnar hafa aukið vonir manna um að búið sé að finna kartöfluafbrigði sem rækta megi á svæðum sem áður var ónothæft matjurtaræktunar. Nokkur tonn af kartöflunum hafa þegar verið send til Pakistan þar sem jarðvegur er víða mjög saltur og tilraunir með ræktun þeirra hafin þar.