Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir
Fréttir 24. apríl 2020

Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Íslands­stofu um áframhald markaðsverkefnisins Horses of Iceland, til kynningar á íslenska hestinum.

Við sama tilefni undirritaði ráðherra samning við Félag hrossabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um prófun á forvarnarbóluefni gegn sumarexemi í útfluttum hrossum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi, sem aðilum um heim allan stendur til boða að gerast þátttakendur að.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsstofa gerðu með sér samning um verk­efnið árið 2016 til fjögurra ára. Samningurinn rann út um áramót, en hefur nú verið framlengdur til 30. júní 2021. Ráðuneytið leggur að hámarki 19.000.000 kr til verk­efnisins á umræddu tímabili þar sem fjárframlag sem því var ætlað hefur ekki verið fullnýtt síðustu ár. Þá leggja hagsmunaaðilar til sam­bærilegt mótframlag.

Sumarexem í hrossum

Verkefnið felur í sér að hópur af hrossum verða bólusett gegn sumarexemi með aðferð sem þróuð hefur verið á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Eftir bólusetninguna verða hestarnir fluttir á flugusvæði í Sviss til að athuga, við raunaðstæður, hvort bólusetningin ver þá gegn ofnæminu. Gerð verður samanburðarrannsókn á þekktu svæði í Bern í Sviss þar sem sumarexem hefur verið til mikilla óþæginda fyrir hross sem fædd eru á Íslandi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...