Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Suðurþingeyskir bændur keyptu Líflandsáburð í félagi.
Suðurþingeyskir bændur keyptu Líflandsáburð í félagi.
Mynd / ál
Fréttir 28. júní 2024

Samvinna bænda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændur á starfssvæði Búnaðarsambandsins í Suður-Þingeyjarsýslu sameinuðust um áburðarkaup í vor með svipuðu fyrirkomulagi og síðustu tvö ár þar á undan.

Ari Heiðmann Jósavinsson, bóndi á Miðhvammi í Aðaldal, segist afar ánægður með árangurinn í áburðarkaupunum og vöruna sjálfa. Með þessu hafi náðst hagstæðari innkaup og telur hann stöðu bændanna gagnvart söluaðilunum sterkari.

Að þessu sinni bauð Lífland hagstæðasta verðið og telur Ari fyrirtækið hafa lagt sig sérstaklega fram við að landa útboðinu. Bændurnir eru jafnframt sáttir við að Lífland hefur verið liðlegt í viðbrögðum við kvörtunum þegar hefur komið í ljós galli í áburði og telur Ari sameiningarmáttinn koma sér vel hvað það varðar, í staðinn fyrir að hver bóndi standi einn.

Áburður 530 tonn

Upphaflega voru í kringum tuttugu bændur sem óskuðu eftir tilboði í sameiningu og bættust svo við fleiri eftir að þeir voru búnir að samþykkja tilboð frá Líflandi. Samkvæmt upplýsingum frá Líflandi voru að lokum 26 bú sem tóku þátt og var heildarmagn áburðarins 530 tonn.

Nú er þetta í þriðja skiptið sem bændur í Suður-Þingeyjasýslu fara þessa leið í áburðarkaupum og segir Ari ferlið vera orðið býsna slípað. Bændurnir hafi orðið varir við að áburðarsalarnir taki mark á tilboðsbeiðnum þeirra og leggi sig fram við að bjóða sem best.

Kraftur í kornræktinni

Þá er Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga búið að fullfjármagna og panta allan búnað fyrir kornþurrkstöð sem verður reist skammt frá Húsavík í sumar. Áætlað er að hún verði komin í gagnið í haust þegar kemur að því að þreskja korn í héraðinu, en hluti af því verður sérstaklega mikið magn sem fjórir bændur rækta í sameiningu.

Ari telur að um sé að ræða stærstu einstöku kornræktina í sýslunni, en bændurnir sáðu í tæpa 50 hektara á tveimur ökrum í landi Laxamýrar. Kornið var allt komið í jörðu fyrir hretið í byrjun júní og er það farið að taka vel við sér. Að auki við búið í Miðhvammi stóðu bændurnir á Kvíabóli, Lækjamóti og Björgum að baki ræktuninni og verður afurðun skipt jafnt á milli þeirra.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...