Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfðu ekki verið færri í að minnsta kosti þau 40 ár sem tölur mælaborðs landbúnaðarins ná yfir.

Árið 1981 voru 3.258 sauð­fjárbændur í landinu og þeim hafði fjölgað í 3.380 árið 1991. Flestir voru þeir í síðustu fjórum áratugum árið 1994, eða 3.853. Eftir það er stöðug fækkun í þessari atvinnugrein og árið 2001 voru sauðfjárbændur 2.293. Árið 2011 voru þeir orðnir 2.663 og eins og fyrr sagði 2.078 á síðasta ári. Miðað við sláturtölur í haust eru sauðfjárbændur enn að draga saman seglin og einhverjir að hætta.

Mælaborð landbúnaðarins segir sauðfjárbændur reyndar hafa verið 2.156 á árinu 2020, eða fleiri en fram kemur á haustskýrslum fyrir hvert bú. Skýringin kann að vera að í einhverjum tilvikum séu fleiri en einn  skráðir á bú sem njóta stuðningsgreiðslna þótt þeir skili sameiginlegri skýrslu.  

Meðalbúið í dag er með 186 fjár á vetrarfóðrum 

Vetrarfóðruðu sauðfé hefur fækkað hlutfallslega mun meira en bændum frá 1981, eða úr 794.097 fjár í 401.601  árið 2020.  Árið 1981 var meðalfjöldi sauðfjár á hvern bónda 244 gripir.

Árið 1991 var meðal sauðfjárbúið með 144 gripi. Árið 2001 var meðalbúið með 207 fjár. Á árinu 2011 var fjöldi fjár á hvern bónda orðinn 161 og 186 fjár á árinu 2020.  Þróunin í sauðfjárrækt virðist því ekki hafa verið á sama veg og í kúabúskapnum, þar sem búum hefur fækkað mjög en þau sem eftir eru verða mun stærri. Eigi að síður er oft um að ræða gríðarlegan mun á stærð sauðfjárbúa, sem sum hver telja um eða yfir 1.000 fjár. Það þýðir væntanlega að æ fleiri bændur stunda sauðfjárbúskap sem hliðarbúgrein við kúabúskap, eða meðfram verktöku, eða hreinlega sem tómstundabændur.

Rúmlega 66% fjárstofnsins á búum með 400 fjár eða minna

Ef tölur um fjárfjölda eru settar í samhengi við fjölda bænda, þá hefur meðal sauðfjárbúið minnkað talsvert. Hins vegar segir meðaltal af þessum toga harla lítið þar sem stærstu sauðfjárbúin vega hlutfallslega þungt í slíkum útreikningum.

Þegar skoðaður er fjöldi fjár á hverju búi kemur í ljós að 66,2% fjárstofnsins er á búum sem eru með 400 fjár eða færra. Því voru 33,8% fjárins á búum með 500 fjár eða meira.

Samkvæmt haustskýrslum voru 709 sauðfjárbændur á árinu 2020, eða um 34%, með 50 fjár eða minna. Þetta eru þá bændur sem yfirleitt eru kallaðir „hobbí-“ eða tómstundabændur. Þá voru og 268 bændur, eða um 13%, með litlu stærri bú og gætu fallið undir þessa skilgreiningu, eða á bilinu 50 til 100 fjár. Síðan voru 890 bændur (um 43%) með á bilinu 100 til 400 fjár. Það eru því einungis 211 bændur sem eru með 500 fjár eða meira. Þar af  voru 10 sem eru með 1.000 fjár eða meira á fóðrum. Síðan voru 6 bændur með um 900 fjár, 12 voru með 800, 26 bændur voru með 700 og 50 bændur voru með um 500 fjár samkvæmt haustskýrslum. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...