Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53
Mynd / smh
Fréttir 20. september 2018

Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbúum sem njóta beingreiðslna og eru með virkt greiðslumark hefur fækkað á milli áranna 2016 og 2017 um 3,35%. Þá hafa þeir sem rétt eiga á beingreiðslum ekki allir innleyst þær.   
 
Samkvæmt ársskýrslu Búnaðar­stofu Matvælastofnunar þá var heildargreiðslumark, þ.e. ærgildi, 368.456,9 á árinu 2016. Það lækkaði í 366.979,7 árið 2017, eða um 1.477,2 ærgildi. Á sama tíma fækkaði búum (búsnúmerum) með virkt greiðslumark úr 1.582 í 1.529, eða um 53 sem er 3,35% fækkun.
 
 
Færri bú en meiri framleiðsla
 
Þrátt fyrir fækkun búa þá jókst heildarframleiðsla dilkakjöts milli ára um 2,34%, eða úr rúmlega 7.599 tonnum í rúmlega 8.800 tonn. Heildargreiðslur til bænda vegna framleiðslu námu rúmum 1.341,3 milljónum króna 2016 og 1.671,4 milljónum 2017. Það er aukning upp á 24,6%. Fjöldi handhafa sem fengu greitt út á dilkakjöt fækkaði úr 1.606 í 1.544, eða um -3,9%. 
 
 
Beingreiðslur eru háðar skilyrðum 
 
Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu var endurskoðuð lítillega og var endurútgefin sem reglugerð nr. 1166/2017. Ekki er um að ræða efnislegar breytingar frá fyrri reglugerð, helstu breytingar snúa að samræmingu reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017. Í því felst meðal annars fyrirkomulag greiðslna, um að heimilt sé að fresta og/eða fella niður gæðastýringargreiðslur hjá þeim framleiðendum sem standast ekki skilyrði gæðastýringar og bregðast ekki við skráðu fráviki í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar innan tilskilins frests.
 
Sex framleiðendur uppfylltu ekki skilyrði
 
Á árinu 2017 voru 6 framleið­endur sem uppfylltu ekki skilyrði aðildar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, m.a. vegna merkinga, umhverfisþátta gæðastýringar, aðbúnaðar og meðferðar sauðfjár. Samstarfsaðili stofnunarinnar við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt er Landgræðsla ríkisins. Hún sér um landnýtingarþátt gæðastýringar skv. samningi á milli Landgræðslunnar, Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í því felst m.a. mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt. 
Þoka hefur torveldað veiðiskap
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem a...

Allt grænmeti er seint á ferðinni
Fréttir 19. ágúst 2024

Allt grænmeti er seint á ferðinni

Allt grænmeti verður frekar seint á ferðinni í ár, en garðyrkjubændur hafa glímt...

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð
Fréttir 19. ágúst 2024

Steypuvinna hafin við kornþurrkstöð

Í vikunni var lokið við að steypa gólfplötuna undir kornþurrkstöðina sem eyfirsk...

Hópsýking á Rangárvöllum
Fréttir 16. ágúst 2024

Hópsýking á Rangárvöllum

Nokkur fjöldi ferðafólks, sem átti leið um Rjúpnavelli á Rangárvöllum á undanför...

Sigursæl á lánshestum
Fréttir 16. ágúst 2024

Sigursæl á lánshestum

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi í Danmörku. Svíar voru ...

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...