Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53
Mynd / smh
Fréttir 20. september 2018

Sauðfjárbúum með beingreiðslur fækkaði um 53

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Sauðfjárbúum sem njóta beingreiðslna og eru með virkt greiðslumark hefur fækkað á milli áranna 2016 og 2017 um 3,35%. Þá hafa þeir sem rétt eiga á beingreiðslum ekki allir innleyst þær.   
 
Samkvæmt ársskýrslu Búnaðar­stofu Matvælastofnunar þá var heildargreiðslumark, þ.e. ærgildi, 368.456,9 á árinu 2016. Það lækkaði í 366.979,7 árið 2017, eða um 1.477,2 ærgildi. Á sama tíma fækkaði búum (búsnúmerum) með virkt greiðslumark úr 1.582 í 1.529, eða um 53 sem er 3,35% fækkun.
 
 
Færri bú en meiri framleiðsla
 
Þrátt fyrir fækkun búa þá jókst heildarframleiðsla dilkakjöts milli ára um 2,34%, eða úr rúmlega 7.599 tonnum í rúmlega 8.800 tonn. Heildargreiðslur til bænda vegna framleiðslu námu rúmum 1.341,3 milljónum króna 2016 og 1.671,4 milljónum 2017. Það er aukning upp á 24,6%. Fjöldi handhafa sem fengu greitt út á dilkakjöt fækkaði úr 1.606 í 1.544, eða um -3,9%. 
 
 
Beingreiðslur eru háðar skilyrðum 
 
Reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu var endurskoðuð lítillega og var endurútgefin sem reglugerð nr. 1166/2017. Ekki er um að ræða efnislegar breytingar frá fyrri reglugerð, helstu breytingar snúa að samræmingu reglugerðar um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1183/2017. Í því felst meðal annars fyrirkomulag greiðslna, um að heimilt sé að fresta og/eða fella niður gæðastýringargreiðslur hjá þeim framleiðendum sem standast ekki skilyrði gæðastýringar og bregðast ekki við skráðu fráviki í eftirlitsskýrslum Matvælastofnunar innan tilskilins frests.
 
Sex framleiðendur uppfylltu ekki skilyrði
 
Á árinu 2017 voru 6 framleið­endur sem uppfylltu ekki skilyrði aðildar að gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu, m.a. vegna merkinga, umhverfisþátta gæðastýringar, aðbúnaðar og meðferðar sauðfjár. Samstarfsaðili stofnunarinnar við framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt er Landgræðsla ríkisins. Hún sér um landnýtingarþátt gæðastýringar skv. samningi á milli Landgræðslunnar, Matvælastofnunar og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Í því felst m.a. mat og staðfesting á gæðum beitilands umsækjenda en beitiland skal vera nýtt á sjálfbæran hátt. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...