Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Magnús Ólafsson fyrir fulltrúaráð Sólheima, Oddur M. Gunnarsson sviðsstjóri hjá Matís,
Guðmundur Á. Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima og Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Matís og HfSu.
Magnús Ólafsson fyrir fulltrúaráð Sólheima, Oddur M. Gunnarsson sviðsstjóri hjá Matís, Guðmundur Á. Pétursson framkvæmdastjóri Sólheima og Ingunn Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Matís og HfSu.
Fréttir 1. apríl 2015

Semja um rannsóknir, þróun og kennslu í tengslum við sjálfbæra matvælaframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirritaður hefur verið samstarfssamningur milli Matís og Sólheima í Grímsnesi sem felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi.

Auka skal starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið. Félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjálfbærni er sameiginlegur flötur og mun verða grunnurinn að samstarfi Sólheima og Matís.

Sólheimar eru vagga lífrænnar ræktunar á Íslandi og þekkt alþjóðlegt samfélag. Auk þess bjóða Sólheimar upp á starfsnám og endurhæfingu fyrir atvinnulausa og aðra hópa. Sólheimar veita nemendum innsýn í og reynslu af þátttöku í sjálfbæru samfélagi.
Matís er öflugt fyrirtæki sem sinnir m.a. rannsóknum og þróun á matvælum. Hlutverk Matís er að efla samkeppnihæfni íslenskrar matvælaframleiðslu bæði afurða og atvinnulífs og stuðla um leið að góðri lýðheilsu, matvælaöryggi og sjálfbærri nýtingu auðlinda.

Fyrirhugað er að opna matarsmiðju að Sólheimum og mun sú smiðja, líkt og aðrar matarsmiðjur Matís, þjóna öllum þeim matvæla frumkvöðlum og framleiðendum sem áhuga hafa á vöruþróun en auk þess mun hún nýtast heimamönnum vel til sinnar framleiðslu og nýsköpunar. Ein af megin áherslum Matís er stuðningur við framleiðendur sem vilja hefja vinnslu og sölu á afurðum til að auka fjölbreytni matvæla og skapa verðmæti og vinnu í strjálbýli. Matarsmiðjan veitir vottaða aðstöðu til þeirrar vinnslu auk þess sem þjónusta ráðgjafa Matís stendur framleiðendum til boða við vöruþróun og vinnsluþjálfun.

Sólheimar hafa sterk alþjóðleg tengsl.  Erlendir sjálfboðaliðar vinna um 3-12 mánaða skeið að verkefnum á Sólheimum. Sesseljuhús hefur verið í samstarfi við háskólasamtökin CELL, Center for Ecological Living and Learning, frá árinu 2008. Árlega koma 20 - 30 nemendur á vegum samtakanna á Sólheima og stunda þar hluta af námi sínu.

Matís er í samstarfi við marga innlenda og erlenda háskóla um kennslu og nemendaverkefni. Árlega vinna 30-40 nemendur að rannsóknaverkefnum sínum hjá Matís.  Samstarf Matís við aðila og styrktarsjóði í öðrum löndum er mjög mikið og fyrirtækið hefur verið leiðandi í verkefnum um eflingu matarhandverks, um norræna lífhagkerfið og Evrópuverkefnun um sjálfbæra nýtingu auðlinda og nýsköpun.
 

Skylt efni: Matís | Sólheimar

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...