Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Gýgjarhólskot 1 í Biskupstungum var afurðahæsta sauðfjárbú landsins 2017, en 285 ær voru þá á búinu og frjósemin 2,02.
Mynd / Gýgjarhólskot
Fréttir 8. febrúar 2018

Setti Íslandsmet með 48,1 kg eftir hverja kind

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2017 er bú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti 1 í Biskupstungum.
 
Var búið með 48,1 kíló eftir hverja kind þar sem fleiri en 100 ær eru á skýrslum samkvæmt niðurstöðutölum sauðfjárskýrsluhaldsins sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) heldur utan um. 
 
Afurðir Eiríks bónda í Gýgjarhólskoti munu vera Íslandsmet í afurðum frá upphafi skýrsluhalds. 
 
Næst á listanum er bú Jóns Grétarssonar og Hrefnu Hafsteinsdóttur á Hóli í Sæmundarhlíð. Voru þau að skila 40,4 kg eftir hverja kind. Munurinn á þessum búum liggur fyrst og fremst í framleiðslukerfinu, að því er fram kemur í uppgjöri Eyjólfs Ingva Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML.  Fædd lömb á hverja kind eru heldur fleiri hjá Eiríki en lömbunum var slátrað að jafnaði 169 daga gömlum við 25 kílóa fallþunga. Hjá Jóni og Hrefnu er lömbunum slátrað að jafnaði 135 daga gömlum við 20,2 kílóa fallþunga.Vaxtarhraði lambanna er í við meiri á Hóli og afurðamunurinn liggur fyrst og fremst í aldri lambanna.
 
Mestu afurðir í einu héraði árið 2017 voru í Strandasýslu en þær reiknast 30,5 kíló sem er heldur hærra en meðaltal síðustu fimm ára. Næstir Strandamönnum koma Vestur-Húnvetningar með 29,8 kíló eftir hverja kind. Sé horft á meðalafurðir síðustu fimm ára eru aðeins fjórar sýslur sem ná meiri en 29 kílóum eftir hverja kind en auk Strandamanna og Vestur-Húnvetninga eru það Eyfirðingar og S-Þingeyingar sem skipa sér í þann flokk. 
 
Á heimasíðu RML má finna lista yfir Úrvalsbú en þau eiga það sammerkt að ná góðum árangri fyrir nokkra skýrsluhaldsþætti. Tæplega 200 bú ná þessum skilyrðum fyrir árið 2017 og hafa aldrei verið fleiri.  
 
Sjá nánar á blaðsíoðum 44 og 45 í nýju Bændablaði.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...