Sex landverðir drepnir
Virunga-þjóðgarðurinn í Kongó er stærsta og jafnframt eitt síðasta búsvæði fjallagórillu í heiminum. Þjóðgarðurinn, sem er sá elsti í Afríku, er einnig sá hættulegasti í heimi.
Fyrr í þessum mánuði voru sex landverðir drepnir við vörslu í garðinum en alls hafa 170 landverðir verið drepnir þar af veiðiþjófum á síðustu 20 árum.
Verndun fjallagórillunnar í Virunga-þjóðgarðinum er sagt vera eitt hættulegasta umhverfisverndarverkefni í heimi um þessar mundir. Þjóðgarðurinn er um 7.800 ferkílómertar að stærð og gæsla í honum vandasöm og erfið. Landverðir sem fara um svæðið geta verið sambandslausir við umheiminn svo dögum skiptir og veiðiþjófar, ólöglegir skógarhöggsmenn og uppreisnarhópar þar víða að verki.
Þrátt fyrir mannfall í Virunga-þjóðgarðinum hefur tekist þokkalega upp með verndun fjallagórillunnar og henni fjölgað úr 300 í 1000 frá árinu 1997.