Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Mynd / Gautavík
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, til sín nemendur úr Hallormsstaðaskóla til að kynna sér hampbúskapinn á bænum.

Hann hefur verið með námskeiðið sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi í Hallormsstaðaskóla frá haustinu 2020, en það er hluti af námi þar í sjálfbærni og sköpun.

Að sögn Pálma hefst námskeiðið á því að nemenda- og starfsmannahópurinn ver einum degi í Gautavík sem byrjar á fyrirlestri og umræðum um sögu og notagildi hamps. Eftir fyrirlesturinn fá nemendur leiðsögn um bæinn þar sem þeir skoða inni- og útiræktunina og það sem verið er að framleiða úr hampinum. Að því loknu fær hópurinn leiðbeiningar um hvernig eigi að uppskera hampinn; fá poka og byrja að tína. Hluta af uppskerunni taka nemendurnir með sér í skólann þar sem þeir skoða betur nýtingarmöguleikana, prófa sjálfir að rækta hamp innandyra og gera ýmis tilraunaverkefni um veturinn.

„Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má nefna textíl, spónaplötur, pappír og bók úr hampi, snyrtivörur og matvæli eins og pasta, pestó og drykki sem þeir hafa kynnt að vori,“ segir Pálmi. „Tilgangurinn er að nemendur taki þessa þekkingu og reynslu með sér út í lífið eftir útskrift og markmiðið að fleiri sprotar vaxi í hampiðnaði hér á landi og stuðli þannig að aukinni sjálfbærni.“

Skylt efni: iðnaðarhampur | Hamprækt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...