Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, skólameistari Hallormsstaðaskóla, úti á hampakrinum í Gautavík.
Mynd / Gautavík
Fréttir 14. september 2023

Sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega fékk Pálmi Einarsson, iðnhönnuður og bóndi á bænum Gautavík í Berufirði, til sín nemendur úr Hallormsstaðaskóla til að kynna sér hampbúskapinn á bænum.

Hann hefur verið með námskeiðið sjálfbærnilausnir úr iðnaðarhampi í Hallormsstaðaskóla frá haustinu 2020, en það er hluti af námi þar í sjálfbærni og sköpun.

Að sögn Pálma hefst námskeiðið á því að nemenda- og starfsmannahópurinn ver einum degi í Gautavík sem byrjar á fyrirlestri og umræðum um sögu og notagildi hamps. Eftir fyrirlesturinn fá nemendur leiðsögn um bæinn þar sem þeir skoða inni- og útiræktunina og það sem verið er að framleiða úr hampinum. Að því loknu fær hópurinn leiðbeiningar um hvernig eigi að uppskera hampinn; fá poka og byrja að tína. Hluta af uppskerunni taka nemendurnir með sér í skólann þar sem þeir skoða betur nýtingarmöguleikana, prófa sjálfir að rækta hamp innandyra og gera ýmis tilraunaverkefni um veturinn.

„Verkefnin hafa verið fjölbreytt og má nefna textíl, spónaplötur, pappír og bók úr hampi, snyrtivörur og matvæli eins og pasta, pestó og drykki sem þeir hafa kynnt að vori,“ segir Pálmi. „Tilgangurinn er að nemendur taki þessa þekkingu og reynslu með sér út í lífið eftir útskrift og markmiðið að fleiri sprotar vaxi í hampiðnaði hér á landi og stuðli þannig að aukinni sjálfbærni.“

Skylt efni: iðnaðarhampur | Hamprækt

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...