Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Fréttir 4. júlí 2022

Sjálfkeyrandi traktorar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2021 hóf þýski landbúnaðartækjaframleiðandinn Class samvinnu við hollenska nýsköpunarfyrirtækið AgXeed sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sjálfkeyrandi landbúnaðartækjum undir heitinu AgBot.

Með þessu hyggst Claas, sem er risi á sviði landbúnaðartækja, auka fjárfestingar á sviði hinnar sjálfkeyrandi framtíðar og AgXeed hagnast á alþjóðlegu neti sölu- og þjónustuaðila Claas. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Claas sendi frá sér fyrir skemmstu.

Samningurinn hefur í för með sér að frá og með þessu sumri munu nokkrir sölu- og þjónustuaðilar Claas í Þýskalandi og Sviss bjóða bændum upp á vörur frá AgXeed. Bændum verður ekki einungis boðið upp á að kaupa tækin, heldur verður líka boðið upp á að taka tækin á leigu. Með því verður þröskuldurinn á því að komast í tæri við sjálfkeyrandi tæki lægri og AgXeed fær tækifæri til þess að stunda auknar prófanir á sínum tækjum við raunverulegar aðstæður.

AgXeed er þegar búið að setja á markað þrjú sjálfkeyrandi landbúnaðartæki. Fyrst kynntu þau sjálfkeyrandi beltatraktor með 154 hestafla vél árið 2020, síðan komu þau með sérhæft þriggja hjóla tæki fyrir vínrækt árið 2021.

Núna nýlega kynnti AgXeed 74 ha dráttarvél sem ekur um á fjórum hjólum.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...