Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Í Sjávarakademíunni mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins.
Mynd / Sjávarklasinn
Fréttir 26. ágúst 2020

Sjávarakademían er nýtt nám á framhaldsskólastigi

Höfundur: smh
Á vegum Sjávarklasans og Fisk­tækniskóla Íslands verður boðið upp á nýtt nám á framhaldsskólastigi í haust sem kallast Sjávarakademían. Þar mun nemendum gefast kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist úrvinnslu á afurðum hafsins. 
 
„Í náminu gefst nemendum kostur á að kynnast frumkvöðlastarfsemi sem tengist hafinu, læra um sjálfbærni og hvernig bæta megi umhverfi og afurðir hafsins.  Kennsla fer einnig fram í haftengdum fyrirtækjum og stofnunum á Suðurnesjum. 
 
Byggt á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands
 
Námið byggir á grunni námsbrautar Fisktækniskóla Íslands um hráefnisvinnslu, en þar að auki verður lögð mikil áhersla á vöruþróun, frumkvöðlaþjálfun, stofnun og rekstur fyrirtækja,“ segir Sara Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Sjávarklasanum.  Námið ætti að höfða til fólks sem stefnir á vinnu eða rekstur eigin fyrirtækis innan bláa hagkerfisins, sem hefur áhuga á nýsköpun, umhverfismálum og sjálfbærni,“ bætir Sara Björk við.„Þetta verður fyrsta önnin okkar, við vorum með fjögurra vikna sumarnámskeið í sumar sem gekk ótrúlega vel, það var svona inngangur í námið. Sambærilegt nám hefur ekki verið í boði áður á framhaldsskólastigi. Námið stendur yfir í eina haustönn, er einingabært til framhaldsskóla og gefur 30 einingar,“ bætir Sara Björk við.
 
Haustönn Sjávarakademíunnar hefst 14. september og er um­sóknar­frestur til 7. september. 
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...