Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Mynd / Orri Árnason
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. 

Það er Þróunarfélagið Reykir ehf. sem stendur að framkvæmdinni en ferli undirbúnings, vinnsla umhverfisskýrslu og skipulagsferlis hefur tekið rúm fjögur ár. Af hálfu Þróunarfélagsins er vöktun á lífríki í og við Brúará afar mikilvæg til að tryggja lífríki svæðisins. Vatnshelgunarlína liggur 100 metra frá árbakka. Baðlón verða útbúin með fullkomnum hreinsibúnaði til að uppfylla skilyrði reglugerðar og frárennsli verður meðhöndlað miðað við  ítrustu kröfur. Efri-Reykir eru á milli Laugarvatns og Úthlíðar og þar er afar gjöful borhola sem tekin var í notkun árið 1988 og fóðrar m.a.  Hlíðarveitu. Borholan gefur af sér 45–50 lítra á sek. af 145 °C heitu vatni og er með öflugri heitavatnsholum á lághitasvæði á landinu. Þrátt fyrir það eru áform um að boruð verði viðbótarhola fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu.

7 milljarða króna verkefni

Upphafleg áform voru um að byggja tvö stór baðlón,  þjónustubyggingu og 100 herbergja hótel, aðstöðuhús fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins í 200 herbergi.  Hámarks byggingarmagn hótels- og þjónustubyggingar verður 15.000 m2 en endanleg útfærsla og stærð hefur ekki verið ákveðin. Hugmyndirnar voru fyrst kynntar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar árið 2016 en nýlega var samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Verkís hefur séð um undirbúning og  útfærslu verkefnisins sem og alla vinnu við umhverfismál og gerð umhverfisskýrslu fyrir Þróunarfélagið.

Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum. „Á þessu stigi i COVID-faraldri er ekkert hægt að fullyrða um það hvenær framkvæmdir gætu hafist eða þeim verði lokið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upphaflega á 7 milljarða króna en mun væntanlega taka  einhverjum breytingum,“ segir Orri, arkitekt verkefnisins. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...