Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu
Mynd / Orri Árnason
Fréttir 24. nóvember 2020

Sjö milljarða króna baðlón og 100 herbergja hótel á teikniborðinu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Unnið er að útfærslu og fjármögnun á uppbyggingu baðlóns og 100 herbergja hótels á Efri-Reykjum í Biskupstungum í Bláskógabyggð. 

Það er Þróunarfélagið Reykir ehf. sem stendur að framkvæmdinni en ferli undirbúnings, vinnsla umhverfisskýrslu og skipulagsferlis hefur tekið rúm fjögur ár. Af hálfu Þróunarfélagsins er vöktun á lífríki í og við Brúará afar mikilvæg til að tryggja lífríki svæðisins. Vatnshelgunarlína liggur 100 metra frá árbakka. Baðlón verða útbúin með fullkomnum hreinsibúnaði til að uppfylla skilyrði reglugerðar og frárennsli verður meðhöndlað miðað við  ítrustu kröfur. Efri-Reykir eru á milli Laugarvatns og Úthlíðar og þar er afar gjöful borhola sem tekin var í notkun árið 1988 og fóðrar m.a.  Hlíðarveitu. Borholan gefur af sér 45–50 lítra á sek. af 145 °C heitu vatni og er með öflugri heitavatnsholum á lághitasvæði á landinu. Þrátt fyrir það eru áform um að boruð verði viðbótarhola fyrir frekari orkuvinnslu á svæðinu.

7 milljarða króna verkefni

Upphafleg áform voru um að byggja tvö stór baðlón,  þjónustubyggingu og 100 herbergja hótel, aðstöðuhús fyrir starfsmenn og möguleika á stækkun hótelsins í 200 herbergi.  Hámarks byggingarmagn hótels- og þjónustubyggingar verður 15.000 m2 en endanleg útfærsla og stærð hefur ekki verið ákveðin. Hugmyndirnar voru fyrst kynntar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar árið 2016 en nýlega var samþykkt að gera ráð fyrir þeim í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins. Verkís hefur séð um undirbúning og  útfærslu verkefnisins sem og alla vinnu við umhverfismál og gerð umhverfisskýrslu fyrir Þróunarfélagið.

Arkitekt er Orri Árnason hjá Zeppelin Arkitektum. „Á þessu stigi i COVID-faraldri er ekkert hægt að fullyrða um það hvenær framkvæmdir gætu hafist eða þeim verði lokið. Kostnaðaráætlun verksins hljóðaði upphaflega á 7 milljarða króna en mun væntanlega taka  einhverjum breytingum,“ segir Orri, arkitekt verkefnisins. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...