Skagafjörður: 10 hænur en engir hanar í þéttbýli
Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Heimilt er að halda allt að tíu hænsni á hverri íbúðarhúsalóð í þéttbýli í Sveitarfélaginu Skagafirði, en hanar eru með öllu bannaðir á þeim lóðum.
Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerði á dögunum breytingu á samþykkt um búfjárhald í sveitarfélaginu þessa efnis. Jafnframt var sú breyting gerð á samþykktinni að sérstakt leyfi landbúnaðarnefndar þurfi til að halda hana á öðrum svæðum innan þéttbýlismarka.