Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun
Fréttir 15. júlí 2016

Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Orkustofnun hefur veitt bændum og hagsmunaaðilum í Landbroti og Meðallandi tvö leyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun. Um er að ræða skammtímaleyfi til eins árs.

Annars vegar skammtímaleyfi til 15. ágúst næst komandi til vatnsveitu úr Skaftá í Árkvíslar í landi Ár, með því að rjúfa varnargarð að hluta til að bregðast við bráðavanda sem stafar af lægstu grunnvatnsstöðu í Eldhrauni.

Hins vegar leyfi til eins ár til að veita vatni á sama stað við útfall Árkvíslar í þeim tilgangi að færa rennsli Árkvíslar í sama horf og var fyrir hlaup í Skaftá haustið 2016.

Í tilkynningu frá Orkustofnun kemur fram að um skammtímalausn og skammtímaleyfi sé að ræða til þess að bregðast við bráðavanda, óvenju lágri grunnvatnsstöðu í jarðlögum Eldhrauns eins og kemur fram í Fljótsbotni í Meðallandi og í lækjum í Landbroti, en þ.m.t. Grenlæk sem er á náttúruminjaskrá.

Lífríki vatna í hættu
Að mati Orkustofnunar er lífríki vatna í hættu auk þess sem brunnvatn bænda á svæðinu hefur takmarkast verulega og hefur til dæmis aldrei verið lægra en þegar það hefur áður mælst lægst, sem var árið 1998.

Leyfin eru bundin skilyrðum um vöktun, og að tryggt verði að varnargarður við útfall Árkvísla haldist stöðugur þótt skarð sé rofið í hann. Þess verði gætt að aukið vatnsrennsli um Árkvíslar vegna aðgerðarinnar verði aldrei til þess að stofna í hættu eða yfirlesta önnur vatnsveitumannvirki á svæðinu, svo sem varnargarða í landi Múla, brú á Þjóðvegi 1 eða að varnargarðar við veginn verði aldrei í hættu vegna aukins rennslis um Árkvíslar og Brest.

Unnið að langtímalausn
Orkustofnun vekur athygli á því í leyfisveitingum sínum að mikilvægt sé að unnið verði á næsta ári að heildarsýn og langtímalausn á fyrirkomulagi og þróun vatnamála í tengslum við rennsli Skaftár, í Meðallandi og Landbroti og jafnvel ofar.

Sú heildarsýn þarf að verða til með aðkomu sveitarfélagsins og allra helstu hagsmunaaðila enda málið talsvert flókið, bæði vatnsrennslið sjálft og hagsmunir ólíkir og gæta þurfi að umhverfisþáttum þegar sýnin er mótuð m.a. með vísan til ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum.

Skylt efni: Orkustofnun | Skaftá | Eldhraun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...