Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun
Fréttir 15. júlí 2016

Skammtímaleyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Orkustofnun hefur veitt bændum og hagsmunaaðilum í Landbroti og Meðallandi tvö leyfi til vatnaveitinga úr Skaftá út á Eldhraun. Um er að ræða skammtímaleyfi til eins árs.

Annars vegar skammtímaleyfi til 15. ágúst næst komandi til vatnsveitu úr Skaftá í Árkvíslar í landi Ár, með því að rjúfa varnargarð að hluta til að bregðast við bráðavanda sem stafar af lægstu grunnvatnsstöðu í Eldhrauni.

Hins vegar leyfi til eins ár til að veita vatni á sama stað við útfall Árkvíslar í þeim tilgangi að færa rennsli Árkvíslar í sama horf og var fyrir hlaup í Skaftá haustið 2016.

Í tilkynningu frá Orkustofnun kemur fram að um skammtímalausn og skammtímaleyfi sé að ræða til þess að bregðast við bráðavanda, óvenju lágri grunnvatnsstöðu í jarðlögum Eldhrauns eins og kemur fram í Fljótsbotni í Meðallandi og í lækjum í Landbroti, en þ.m.t. Grenlæk sem er á náttúruminjaskrá.

Lífríki vatna í hættu
Að mati Orkustofnunar er lífríki vatna í hættu auk þess sem brunnvatn bænda á svæðinu hefur takmarkast verulega og hefur til dæmis aldrei verið lægra en þegar það hefur áður mælst lægst, sem var árið 1998.

Leyfin eru bundin skilyrðum um vöktun, og að tryggt verði að varnargarður við útfall Árkvísla haldist stöðugur þótt skarð sé rofið í hann. Þess verði gætt að aukið vatnsrennsli um Árkvíslar vegna aðgerðarinnar verði aldrei til þess að stofna í hættu eða yfirlesta önnur vatnsveitumannvirki á svæðinu, svo sem varnargarða í landi Múla, brú á Þjóðvegi 1 eða að varnargarðar við veginn verði aldrei í hættu vegna aukins rennslis um Árkvíslar og Brest.

Unnið að langtímalausn
Orkustofnun vekur athygli á því í leyfisveitingum sínum að mikilvægt sé að unnið verði á næsta ári að heildarsýn og langtímalausn á fyrirkomulagi og þróun vatnamála í tengslum við rennsli Skaftár, í Meðallandi og Landbroti og jafnvel ofar.

Sú heildarsýn þarf að verða til með aðkomu sveitarfélagsins og allra helstu hagsmunaaðila enda málið talsvert flókið, bæði vatnsrennslið sjálft og hagsmunir ólíkir og gæta þurfi að umhverfisþáttum þegar sýnin er mótuð m.a. með vísan til ákvæða laga um mat á umhverfisáhrifum.

Skylt efni: Orkustofnun | Skaftá | Eldhraun

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...