Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Á Emstruleið.
Á Emstruleið.
Mynd / HKr.
Fréttir 21. október 2019

Skila á haustskýrslu umráðamanna hrossa í síðasta lagi 20. nóvember

Höfundur: Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu og Bjarki Pjetursson
Matvælastofnun breytti í fyrra haustskýrsluskilum umráða­manna hrossa í þeim tilgangi að styrkja hagtölusöfnun um fjölda hrossa í landinu. WorldFengur (WF), upprunaættbók íslenska hestsins, bauð þá upp haust­skýrslu­skil í heimarétt hvers eiganda, sem mjög margir nýttu sér.
 
Tilgangurinn var að gera eigend­um hrossa auðveldara að skila árlegri haustskýrslu í Bústofni, því gögn úr WF fluttust þá með rafrænum hætti yfir í gagna­grunn Bústofns. Á móti þurftu eigendur hrossa að leggja nokkra vinnu í fyrsta skipti við að staðsetja hross sín á bú eða hesthús í þéttbýli, yfirfara skráningu um umráðamann og almennt yfirfara skráða hestaeign sína í WF. 
 
Margþætt hlutverk WorldFengs
 
Rétt er að leggja áherslu á að WorldFengur er allt í senn; uppruna­ættbók íslenska hestsins á veraldarvísu, skýrsluhaldskerfi og hjarðbók.  Þeir búfjáreigendur sem eiga annað búfé en hross skila áfram haustskýrslu í gegnum Bústofn eins og verið hefur. 
 
Það er ekki nokkur vafi á því að með þessu nýja fyrirkomulagi náðist umtalsverður árangur í að bæta hagtölusöfnun um hrossaeign í landinu og bæta lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók, og á sama tíma að auðvelda skil til lengri tíma litið á haustskýrslu fyrir þorra hestamanna í þéttbýli. 
 
Breytingar í samræmi við lög
 
Breytingarnar sem voru gerðar síðastliðið haust á skráningum haustskýrslna og í heimarétt WF auðvelda umráðamönnum hrossa að uppfylla ákvæði laga um búfjárhald og reglugerðar um merkingar bú­fjár. Jafnframt leiddi hið nýja fyrirkomulag til þess að auðveldara er að átta sig á hvar þurfi að styrkja eftirlit með hagtölusöfnininni hjá þeim sem hafa hunsað lögbundna skráningu hrossa í hjarðbók og/eða á haustskýrslu. 
 
Matvælastofnun hefur nú upp­lýs­ingar um fjölda hrossa sem eigendur hafa ekki örmerkt, tölvuvert var um leiðréttingar á afdrifum hrossa og geldingi stóðhesta. Matvælastofnun mun fylgja fast á eftir að skráningar í hjarðbækur og merkingar hrossa séu fullnægjandi. 
 
Dýraeftirlitsmenn Matvæla­stofnunar geta nú með sérstöku eftirlitsAppi með tengingu við App-Feng skimað örmerki í hrossum í hesthúsum, og fengið strax upplýsingar um hvort hross hafi verið talið fram á haustskýrslu og skráð í WF, auk upplýsinga um hross og umráðamenn úr WF og Bústofni.  
 
Aftur komið að haustskýrslum
 
Nú er komið að haustskýrslu­skilum að nýju, en skila á haustskýrslu eigi síðar en 20. nóvember nk. í samræmi við lög um búfjárhald. Eigendur hrossa eru vinsamlega beðnir um að yfirfara skráningu í heimarétt WorldFengs og gera þær leiðréttingar sem nauðsynlegar eru, ef þeirra er þörf.
 
Rétt er að benda á að skv. 11. gr. laga um búfjárhald ber umráðamaður búfjár kostnað af eftirliti reynist haustskýrsluskil ófullnægjandi. Allir hestaeigendur geta fengið sérstakan hjarðbókaraðgang að WF þeim að kostnaðarlausu. Aðgang að hjarðbók veitir tölvudeild Bænda­samtaka Íslands (netfang: tolvudeild@bondi.is). Þá veitir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins einnig aðstoð við skráningu á haustskýrslum og skýrsluhald í hrossarækt. 
 
Jón Baldur Lorange, framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar og 
Bjarki Pjetursson, sérfræðingur hjá Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...