Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skjálftar í efnahagskerfum Asíu
Fréttir 20. október 2015

Skjálftar í efnahagskerfum Asíu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil ólga hefur verið í alþjóðlegum fjármálaheimi að undanförnu. Er það rakið til samdráttar í Kína sem er farin að hafa mikil keðjuverkunaráhrif, einkum í Asíu.  
 
Indland hefur orðið einna verst fyrir barðinu á gengisfellingarferli kínverska juansins sem hófst í júlí. Það hefur komið illa við útflutning á indverskum iðnaðarvörum til Kína og fleiri landa. Þar er m.a. um að ræða útflutning á fatnaði og skartgripum. Í kjölfarið fór indverska myntin rupee að falla mjög ört. Þann 7. september var fallið orðið það mesta í tvö ár og töluðu fjármálaspekingar þá um hrun, en fallið hélt samt áfram. Erlendir fjárfestar hafa því farið í að reyna að losa um fjárfestingar sínar á Indlandi og óttast indversk stjórnvöld því stóraukið atvinnuleysi. 
 
Vandi Indverja einskorðast síður en svo við þeirra landamæri. Þannig voru t.d. fregnir af mikilli uppbyggingu í ferðamannaiðnaði í Ástralíu þar sem einkum hefur verið stílað á aukinn straum indverskra ferðamanna. Óttast menn nú að þeim fjárfestingum kunni að vera stefnt í hættu. 
 
Þá er bent á enn einn angann af vandræðunum í kínversku efnahagslífi. Í The Economic Times var t.d. greint frá því að í fyrsta sinn í heilan áratug kunni að verða samdráttur í Kína á innflutningi sojabauna. Var þetta haft eftir talsmönnum hrávörurisans Cargill. Skiptir það verulegu máli fyrir heimsviðskiptin með sojabaunir, þar sem Kína er langstærsti kaupandinn og tekur til sín um 60% af heimsframleiðslunni og nemur það um 77 milljónum tonna. Afleiðingin verður væntanlega verðfall á sojabaunum með tilheyrandi áhrifum á bændur í öðrum heimshlutum.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...