Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Skjálftar í efnahagskerfum Asíu
Fréttir 20. október 2015

Skjálftar í efnahagskerfum Asíu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikil ólga hefur verið í alþjóðlegum fjármálaheimi að undanförnu. Er það rakið til samdráttar í Kína sem er farin að hafa mikil keðjuverkunaráhrif, einkum í Asíu.  
 
Indland hefur orðið einna verst fyrir barðinu á gengisfellingarferli kínverska juansins sem hófst í júlí. Það hefur komið illa við útflutning á indverskum iðnaðarvörum til Kína og fleiri landa. Þar er m.a. um að ræða útflutning á fatnaði og skartgripum. Í kjölfarið fór indverska myntin rupee að falla mjög ört. Þann 7. september var fallið orðið það mesta í tvö ár og töluðu fjármálaspekingar þá um hrun, en fallið hélt samt áfram. Erlendir fjárfestar hafa því farið í að reyna að losa um fjárfestingar sínar á Indlandi og óttast indversk stjórnvöld því stóraukið atvinnuleysi. 
 
Vandi Indverja einskorðast síður en svo við þeirra landamæri. Þannig voru t.d. fregnir af mikilli uppbyggingu í ferðamannaiðnaði í Ástralíu þar sem einkum hefur verið stílað á aukinn straum indverskra ferðamanna. Óttast menn nú að þeim fjárfestingum kunni að vera stefnt í hættu. 
 
Þá er bent á enn einn angann af vandræðunum í kínversku efnahagslífi. Í The Economic Times var t.d. greint frá því að í fyrsta sinn í heilan áratug kunni að verða samdráttur í Kína á innflutningi sojabauna. Var þetta haft eftir talsmönnum hrávörurisans Cargill. Skiptir það verulegu máli fyrir heimsviðskiptin með sojabaunir, þar sem Kína er langstærsti kaupandinn og tekur til sín um 60% af heimsframleiðslunni og nemur það um 77 milljónum tonna. Afleiðingin verður væntanlega verðfall á sojabaunum með tilheyrandi áhrifum á bændur í öðrum heimshlutum.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...