Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum
Fréttir 9. ágúst 2021

Skoðanakönnun um vilja íbúa Húnavatnshrepps gerð í alþingiskosningum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur tekið jákvætt í ósk forsvarsmanna Blönduósbæjar um að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.

Sameining var samþykkt í báðum þessum sveitarfélögum í íbúakosningu í byrjun sumars. Tvö sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu, Skagaströnd og Skagabyggð felldu þá sameiningu.

Fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps að áður en lagt verði í þá vegferð sem sameiningarviðræður eru telji hún rétt að leggja fyrir skoðanakönnun samhliða alþingiskosningum í lok september.

„Ástæða þess er að tryggja umboð sveitarstjórnar frá íbúum sveitarfélagsins til að fara í slíkar sameiningarviðræður,“ segir í bókun frá fundinum.

Samþykkt var á fundinum að leggja skoðanakönnun fram í þeim kosningum og mun verða lögð fram spurningin; Vilt þú að Húnavatnshreppur fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ?

Viðræðum verði lokið í síðasta lagi í janúar á næsta ári

Mikil undirbúningsvinna hefur þegar farið fram en sveitarstjórn segir þó að grundvallarmunur sé á þessari sameiningu en þeirri sem felld var í júní síðastliðnum. Verði niðurstöður skoðanakönnunar þær að meirihluti íbúa sveitarfélagsins vilji fara í formlegar sameiningarviðræður ætli sveitarstjórn að leggja allt kapp á að ljúka sameiningarviðræðum og kosningu eins hratt og hægt er og eigi síðar en í janúar árið 2022. Þá segir í bókun sveitarstjórnar að enn standi þeir fjármunir til boða sem lagt var upp með í fyrri viðræðum og það þrátt fyrir að formlegar viðræður hefjist ekki fyrr en í október. „Mikill og góður grunnur hefur verið lagður fyrir þessar sameiningarviðræður en þó er ljóst að nokkra vinnu þarf að leggja í nýjar viðræður,“ segir enn fremur.

Brunavarnir í þjónustusamning?

Bent er á vegna bókunar frá Blönduósbæ um undirbúning að uppsögn vegna byggðasamlaga að gerðar séu í bréfi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu athuga­­semdir við samþykktir byggðasamlags um Brunavarnir Austur-Húnvetninga.

„Vegna þess ágreinings sem uppi hefur verið um rekstur byggðasamlags um brunavarnir felur sveitarstjórn sveitarstjóra að kanna hvort rekstur brunavarna hjá sveitarfélaginu sé betur kominn í þjónustusamningi milli sveitarfélaganna í stað byggðasamlags.“

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...